
Karen yfirgefur Sjálfstæðisflokkinn og leiðir lista Miðflokksins
Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, er nýr oddviti Miðflokksins og óháðra í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Karen hefur verið bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðastliðin átta ár og varabæjarfulltrúi í fjögur ár.