Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Fimm fá­rán­legar bið­raðir Ís­lendinga

Íslendingar elska að standa og bíða í röð, það hefur margoft sýnt sig. Í hvert sinn sem ný erlend vara eða verslun kemur til landins þá stekkur landinn til og húkir í röð. Nýjasta biðröðin tengdist sölu á Nocco-jóladagatölum í Smáralind síðustu helgi en Íslendingar hafa líka beðið eftir kleinuhringjum, strigaskóm og ýmsu öðru.

Menning

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tísku­kóngar landsins á bleiku skýi

Best klæddu herramenn landsins komu saman á Laugavegi um helgina og fögnuðu opnun nýrrar hátísku herraverslunar hjá Andrá Reykjavík. Meðal gesta voru Unnsteinn Manúel, Dagur B. Eggertsson og töffarafeðgarnir Einar Örn og Hrafnkell Kaktus.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Stór­stjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu

Það var líf og fjör hjá snjóbrettasenu landsins um síðustu helgi þegar hið árlega brettabíó var haldið með stæl. Þar koma atvinnu- og áhugamenn úr brettasenunni saman, horfa á snjóbrettamyndir og ræða nýjar stefnur og strauma.

Lífið
Fréttamynd

„Ekki spá í hvað öðrum finnst“

„Mér líður alltaf aðeins betur þegar ég klæði mig upp,“ segir tískuskvísan og tveggja barna móðirin Móeiður Lárusdóttir, sem er búsett í Aþenu í Grikklandi þar sem sambýlismaður hennar Hörður Björgvin spilar fótbolta. Hún ræddi við blaðamann um tískuna, fataskápinn og persónulegan stíl.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ungir „gúnar“ í essinu sínu

Það var líf og fjör hjá ungmennum landsins á laugardag í miðbænum þegar 66 Norður afhjúpaði nýjustu samstarfslínu sína við töffarana hjá Reykjavík Roses. Ásamt unglingunum voru ofurhjónin Nína Dögg og Gísli Örn meðal gesta og kynfræðingurinn Sigga Dögg lét sig heldur ekki vanta. Löng röð myndaðist við Hafnartorg fyrir opnun og stemningin var góð.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Elskar að bera klúta

„Klúturinn er algjört trend núna, og notkun hans hefur tekið alveg nýja stefnu. Sem tískuáhugakona er ég svo peppuð og stolt að sjá alls konar íslenskar konur bera þennan klút,“ segir tískudrottningin Elísabet Gunnarsdóttir um tískubylgjuna sem Halla Tómasdóttir hrinti af stað í kosningabaráttunni síðasta sumar.

Lífið
Fréttamynd

Fegurðin og fjöl­breytnin í krulluðu hári

Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvers vegna sumt hár er slétt en annað krullað og af hverju hár hegðar sér á mismunandi hátt? Krullað hár er eitt af dásamlegustu áskorunum hárfagheimsins, líffræðilega flókið, fagurfræðilega fjölbreytt og menningalega líkt. 

Lífið samstarf
Fréttamynd

Hætt að nota föt til að fela sig

„Ég braut allar mínar reglur um daginn,“ segir áhrifavaldurinn, förðunarfræðingurinn og kennarinn Fanney Dóra Veigarsdóttir, sem ræddi við blaðamann um tískuna, áhættu, sjálfsöryggi og fleira.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Klæddi sig upp sem hjá­kona eigin­mannsins

Tónlistarkonan Lily Allen kann að semja lög sem vekja athygli og það má eiginlega að segja að breska listagyðjan sé að eiga rosalegustu tónlistarendurkomu ársins, jafnvel aldarinnar. Á nýjustu plötu sinni afhjúpar hún öll hjónabandsvandamálin, syngur um píkuhöll fyrrum eiginmannsins og hjákonu hans Madeline.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fá­gætur gripur

Frumgerð að íslenskum hönnunarstól sem talið var að væri glötuð fannst í Góða hirðinum. Stólinn hlaut verðlaun á sýningu í Munchen árið 1961 og þykir fundurinn nokkuð merkur. Kaupandinn segist varla þora að setjast í stólinn og hefur hann lokaðan inni á skrifstofu.

Innlent
Fréttamynd

Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit

Dagarnir styttast og ískalt vetrarloftið kallar á hlýju og notalegheit. Það er heldur engin ástæða til að slá af kröfunum þegar kemur að stíl þó íslenski veturinn geti verið krefjandi. Nú er akkúrat rétti tíminn til að fjárfesta í vönduðum flíkum og vörum sem standast íslenskan vetur og gera köldu kvöldin hlý og falleg.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Sjóð­heitt fyrir snjóstorm

Léttu jakkarnir og opnu skórnir kveðja okkur í bili og þyngri yfirhafnir, úlpur, kuldaskór og fleira skemmtilegt tekur okkur opnum örmum. Vetur konungur er mættur og við höfum ekkert um það að segja.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Skein skært í sögu­legum gleðikonukjól

Ofurfyrirsætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner hefur gengið ófáa tískupalla og er þekkt fyrir að stela senunni á sýningum. Það var engin undantekning á því í Los Angeles um helgina á tímamótasýningu tískurisatímaritsins Vogue.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Aldrei of seint að prófa sig á­fram

„Þegar ég klæði mig í liti líður mér eins og ég sé að fara í búning,“ segir fatahönnuðurinn Thelma Gunnarsdóttir. Tískan hefur gríðarleg áhrif á daglegt líf Thelmu sem er einn af eigendum íslenska tískumerkisins Suskin og starfar í Andrá Reykjavík.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Dannaðar dömur mættu með dramað

Aðal pæjur landsins komu saman í Iðnó í síðustu viku til að fagna nýrri förðunarlínu í anda vinsælu bresku þáttanna Bridgerton. Gestir fóru alla leið í klæðaburði og rokkuðu síðkjóla og glæsilegheit.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182

Metta sport seldi íþróttafatnað fyrir 634 milljónir króna og hagnaðist um 182 milljónir í fyrra. Félagið er í 80 prósenta eigu Péturs Kiernan og 20 prósenta eigu Samúels Ásberg O'Neill, sem báðir eru á þrítugsaldri.

Viðskipti innlent