Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

„Ástin er blind“

Parið Karlotta Halldórsdóttir og Skúli Bragi Geirdal fékk hugmynd um að opna hönnunarstúdíó þar sem þau sátu í eldhúsinu heima hjá sér einn daginn. Þeirra fyrsta verkefni er punktaleturs-veggplaköt í samstarfi við Blindrarfélag Íslands en hluti af ágóðanum fer til félagsins. 

Lífið
Fréttamynd

Umhverfissinnar uggandi yfir áhrifum Shein

Fatasmásölurisinn Shein hefur rutt sér rúms á íslenskum markaði. Föt fyrirtækisins hafa mælst eitruð og umhverfisfótspor þeirra er gríðarlegt. Ungir umhverfissinnar hafa áhyggjur af stöðunni og markaðstorg fyrir notaðar flíkur hefur tekið vörur fyrirtækisins úr umferð.

Innlent
Fréttamynd

Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers

Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal.

Erlent
Fréttamynd

Ilse Jacobsen er látin

Danski fatahönnuðurinn Ilse Rohde Jacobsen, sem meðal annars þekkt er fyrir hönnun á regnkápum, stigvélum, kjólum og öðrum fatnaði, er látin 62 ára að aldri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Elskar að prófa sig áfram í tískunni

Ljósmyndarinn, áhrifavaldurinn og lífskúnstnerinn Stefán John Turner lítur á tískuna sem list en hann hefur mikinn áhuga á klæðaburði. Hann hugsar alltaf um heildar lúkkið þegar hann verslar og eyðir ekki miklum tíma í að velja föt hverju sinni þar sem hann segir það stundum koma best út að klæða sig í flýti. Stefán John Turner er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Skapar ævintýralega heima með Björk

Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Ég á mér draum“

Ég á mér þann draum að íslensk hönnun njóti verðskuldaðrar viðurkenningar. Góð hönnun er ekki bara fögur vara sem nýtist okkur og gleður sálina. Hún er líka öflugur drifkraftur sem hvetur til nýsköpunar, eykur verðmætasköpun og sjálfbærni og bætir lífsgæði.

Skoðun
Fréttamynd

Skemmtilegir hlutir til að gera í London

Stórborgin London er þekkt fyrir mikinn fjölbreytileika þar sem ólíkir menningarheimar mætast í hringiðu af list, tísku, tónlist, góðum mat og áhugaverðu fólki. Blaðamaður kíkti í helgarferð til þeirrar menningarmiðju sem London er og skrifaði niður nokkra skemmtilega hluti sem hægt er að gera þar. 

Ferðalög
Fréttamynd

Keypti sér kjól eftir nánast hverja vakt

Rósa María Árnadóttir er fagurkeri og lífskúnstner sem elskar tjáningarformið sem tískan býr yfir. Hún passar sig að elta ekki allar tískubylgjur heldur fylgja sínu eigin innsæi og sínum stíl og segir áhugann á tísku líklega koma frá móður sinni, sem er mikil smekkkona. Rósa María er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Íslenskt merki sakar Ferm Living um hönnunarstuld

„Við erum ennþá í smá sjokki yfir því að Ferm Living hafi stolið hönnuninni okkar,“ segir íslenska hönnurnarteymið Stúdíó Flétta á Instagram. Þær ásaka danska merkið Ferm Living um að stela hönnuninni sinni. Í færslunni báru þær saman hönnun merkisins við sína eigin. 

Lífið
Fréttamynd

The Devil Wears Prada nostalgía á rauða dreglinum

Leikkonan Anne Hathaway rifjaði upp gamla takta úr kvikmyndinni The Devil Wears Prada þegar hún mætti klædd eins og persónan Andy Sachs á tískusýningu. Nú hefur leikkonan greint frá því að líkindin hafi átt sér stað fyrir slysni.

Lífið