
HönnunarMars 2021 fer fram í maí
Ákveðið hefur verið að HönnunarMars fari næst fram dagana 19. til 23. maí 2021. HönnunarMars var haldinn í júní í ár vegna heimsfaraldursins við gríðarlega góðar viðtökur.
Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.
Ákveðið hefur verið að HönnunarMars fari næst fram dagana 19. til 23. maí 2021. HönnunarMars var haldinn í júní í ár vegna heimsfaraldursins við gríðarlega góðar viðtökur.
“Við vitum að úlpur frá okkur ganga oft mann frá manni og eru notaðar í fjölda ára. Það er okkar innblástur við hönnunina.” Þetta segir Sæunn Þórðardóttir fatahönnuður hjá 66° Norður í viðtali við Vísi.
Grímur eru að verða hluti að okkar útliti og klæðnaði á hverjum einasta degi og er það farið að færast í aukanna að fólk gangi um með fjölnota grímur. Vala Matt kynnti sér málið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.
Sjöfn Kristjánsdóttir byrjaði að prjóna 12 ára en átti alltaf erfitt með að fylgja uppskriftum. Nú rekur hún eigið prjónafyrirtæki, hannar uppskriftir og gefur út sína fyrstu prjónabók núna fyrir jólin.
„Það eru engin mörk og hafa aldrei verið en mér hefur alltaf fundist best að vinna þar sem ég bý. Stundum er það ákveðin áskorun, en þetta er allt einn suðupottur og mér finnst best að hafa hann bara á einum stað,“ segir listakonan og ilmvatnshönnuðurinn Andrea Maack í viðtali við Vísi.
Apple Watch Series 6 er fullkomnasta snjallúr Apple til þessa. Enn fleiri möguleikar til að fylgjast með heilsunni. Úrið fæst í Epli á Laugavegi og í Smáralind.
Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 18 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 17 milljónum úthlutað en alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir samkvæmt tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands.
TikTok er heitasti miðillinn í dag til að færa okkur nýjustu trendin beint í lófann, segja Heiður Ósk og Ingunn Sig, eigendur Reykjavík Makeup School. Í hlaðvarpsþættinum HI beauty fóru þær yfir þau förðunar og hár trend sem hafa gert allt vitlaust á TikTok.
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, sætti gagnrýni um helgina vegna ljósmyndar sem birtist af henni í tískutímaritinu Trendi. Þótti mörgum klæðaburður hennar óviðeigandi. Þetta kom af stað stórri herferð á samfélagsmiðlum þar sem konur um allt landið sýna ráðherranum stuðning.
Harklinikken Balancing sjampó hlaut hin eftirsóttu verðlaun Allure Best of Beauty 2020. Fyrsta útibú Harklinikken í Reykjavík hefur verið opnað að Laugavegi 15. Verslun og meðferðarstofa
Heiðrún Björk Jóhannsdóttir hefur hannað og saumað töskur í 11 ár í bland við aðra fylgihluti. Síðustu fimm ár hefur hún nánast eingöngu framleitt töskur og fær innblástur frá flottum konum hér á landi og erlendis
Í nýjum þætti af hlaðvarpinu HI Beauty fara þær Ingunn Sig og Heiður Ósk yfir algengar fegurðarmýtur sem þær hafa heyrt í gegnum árin. Ingunn og Heiður Ósk hafa margra ára reynslu þegar kemur snyrtivörum, hári og förðun.
Förðunarfræðingarnir Heiður Ósk og Ingunn Sig fóru yfir sín uppáhalds augnablik á rauða dreglinum í gegnum árin, í hlaðvarpinu sínu HI Beauty. Þær ræddu bæði förðun, hár og húð stjarnanna.
Japanski fatahönnuðurinn Kenzo Takada er látinn, 81 árs að aldri.
Hönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir er á lokalista yfir þá hönnuði sem tilnefndir eru af Dezeeen.com sem nýstirni ársins. Íslendingar geta hjálpað Valdísi að vinna með því að taka þátt í kosningunni. Valdís er tilnefnd í flokknum Emerging design studio of the year.
Salan á góðgerðarbol Konur eru konum bestar hefst um helgina. Að þessu sinni er safnað fyrir Bjarkarhlíð. Salan er eingöngu rafræn að þessu sinni.
Soffía Dögg Garðarsdóttir stýrir þáttunum Skreytum hús á Vísi. „Ég legg mikla áherslu á það að nýta það sem er til fyrir, endurvinna og endurnýta. Í þáttunum munum við ekki einblína bara á einhverja hönnun heldur sýna fólki hvað er hægt að gera fallegt í kringum sig án mikils tilkostnaðar.“
Mætti á upplýsingafund með kolsvarta áletraða grímu.
Cintamani hefur ráðið Þóru Ragnarsdóttur sem hönnuð hjá fyrirtækinu.
Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með nýjan hlaðvarpsþátt í síðustu viku.
Sædís Ýr Jónasdóttir útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. Hún segir að fólk ætti að hugsa meira áður en það verslar flíkur. Heimsfaraldurinn hefur flækt næstu skref fyrir Sædísi en hún ætlar að nýta tímann til þess að safna.
Förðunarbloggarinn og áhrifavaldurinn Ethan Peters, betur þekktur sem Ethan Is Supreme, er látinn, sautján ára að aldri.
Breska tilraunafatamerkið Vollebak hefur framleitt sjálfbæra hettupeysu úr tröllatré (eucalyptus) en litunin á sjálfu efninu er unnin með granateplum. Hettupeysan er hönnuð með þann eiginleika að hún brotnar niður í náttúrunni og er því jarðgeranleg (compostable) eftir að notkun hennar líkur.
Rétt fyrir aldamótin síðustu þá stóð Reykjavíkurborg ásamt öðrum fyrir alþjóðlegum tískuviðburði á Íslandi.
Verslanir Húrra Reykjavíkur hafa formlega sameinast undir einu þaki og opnar ný verslun við Hverfisgötu 18A í dag.
UN Women á Íslandi hefja í dag sölu á glænýjum Fokk ofbeldi bol. Allur ágóði rennur til verkefna UN Women til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon. UN Women á Íslandi fengu GDRN til leggja átakinu lið en FO langerma bolurinn skartar ljóði GDRN sem er táknrænt fyrir baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi á bakhlið bolarins.
Fimmtudaginn 3. september opnar sýningin Andlit í Studio Rakel Tomas, Grettisgötu 3. Sérstakt opnunarhóf verður á milli 17 og 20. Til sýnis og sölu verða málverk eftir Rakel Tomas ásamt skúlptúrum sem eru samstarfsverkefni hennar og Huldu Katarínu keramik listakonu.
„Konurnar í kringum mig veittu mér innblástur og ég hugsaði mikið til þeirra í ferlinu. Annars kom þetta svolítið til mín, ég er mjög ákveðin þegar kemur að skóm og hef sterkar skoðanir á því hvernig ég vil hafa hvert smáatriði,“ segir Andrea Röfn sem hannaði sína fyrstu skólínu í samstarfi við danska skómerkið JoDis.
Sýnt verður frá útskriftarsýningu fatahönnunarnema frá Listaháskóla Íslands í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. Vegna heimsfaraldurs var brugðið á það ráð að hafa sýninguna með óhefðbundnum hætti en þetta verður blanda af myndböndum og tískusýningu.