

Tónlist
Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Ragnheiður Gröndal dansar á mörkum
Ragnheiður Gröndal fagnar fyrstu plötu sinni í fimm ár, Töfrabörnum, með tónleikum um helgina. Hún segir erfitt að lýsa plötunni sem er einhvers konar óvæntur bræðingur tilraunapopps og þjóðlagatónlistar.

Bieber tekur sér hlé frá tónlistinni fyrir andlegu hliðina
Justin Bieber tilkynnti fylgjendum sínum á Instagram að hann hygðist taka sér hlé frá tónlist til þess að vinna í "djúpstæðum vandamálum“.

AUÐUR á Hróarskeldu
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem AUÐUR, mun koma fram á Hróarskelduhátíðinni í sumar en þetta er í fyrsta skipti sem AUÐUR kemur fram á hátíðinni.

Yfir 100 ungmenni í alþjóðlegum rokkbúðum í Landbúnaðarháskóla Íslands
Yfir 100 ungmenni, flest á aldrinum 18 til 22 ára, munu í sumar taka þátt í alþjóðlegum rokkbúðum sem fram fara í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.

Streisand um ásakendur Michael Jackson: „Þetta drap þá ekki“
Leik- og söngkonan Barbra Streisand segist alfarið trúa þeim Wade Robson og James Safechuck sem stigu fram í heimildarmynd um Michael Jackson þar sem sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Hún telur þó að hin meintu brot hafi ekki haft teljandi áhrif á líf Robson og Safechuck.

Gafst upp á að telja
Tony Cook brá sér til Íslands 1975 til að vinna í þrjá mánuði í Hljóðrita. Dvölin varði hins vegar í um hálfan áratug. Tony býr nú í Manchester en minnist Íslandsáranna með hlýju og heimsækir landið reglulega.

101 Fréttir: Ný íslensk tónlist, AirPods og Disney
101 Radio hópurinn byrjaði síðasta föstudag með það sem þau kalla 101 fréttir. Uppleggið er að taka saman fréttir vikunnar á knappan og skemmtilegan máta.

Föstudagsplaylisti Felix Leifs
Felix með fullt af húsi til matar.

Kántrísöngvari lést við tökur á tónlistarmyndbandi
Bandaríski kántrísöngvarinn Justin Carter varð fyrir voðaskoti við tökur.

Grimes tilkynnir plötuna Miss_Anthrop0cene
Von er á plötu frá tónlistarkonunni tilraunaglöðu.

Hozier flutti óvænt Take Me To Church í neðanjarðarlestarkerfinu í New York
Tónlistarmaðurinn Andrew Hozier-Byrne, betur þekktur sem Hozier, tók á dögunum sitt þekktasta lag, Take Me To Church í neðanjarðarlestarkerfi New York.

Sautján árum síðar fékk hann að vinna með átrúnaðargoðinu
Richard Z. Kruspe gítarleikari metal hljómsveitar Rammstein gaf út á dögunum smáskífu með sóló verkefni sínu Emigrate.

Góðir listamenn – vont fólk
Michael Jackson, einn allra vinsælasta tónlistarmaður síðari tíma, er hvorki fyrsti né síðasti listamaðurinn sem kemst upp með illvirki og ógeð í skjóli frægðar og vinsælda.

Faðir brimbrettarokksins látinn
Lést í gærkvöldi, 81 árs að aldri.

Lady Gaga mætti óvænt á djasskvöld Fred Durst
Flutti Sinatra-lög við mikinn fögnuð.

„Ég er hvorki karlkyns né kvenkyns“
Söngvarinn Sam Smith sagði frá því í viðtali við leikkonuna Jameelu Jamil á föstudag að hann skilgreindi sig hvorki sem karlkyns né kvenkyns.

Föstudagsplaylisti Skaða Þórðardóttur
Víðförull og hástemmdur lagalisti fjöllistakonunnar Skaða.

Átján ára systir One Direction-stjörnu lést skyndilega
Felicité Tomlinson, átján ára áhrifavaldur og systir One Direction-stjörnunnar Louis Tomlinson, lést á miðvikudag úr hjartaáfalli.

Víkingur og Hallveig fluttu íslenskt rapp á klassískum nótum
GDRN hlaut fern verðlaun þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Silfurbergi í Hörpu í gær.

Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað
Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu.

GDRN: „Látið ykkur dreyma risastórt“
GDRN var með skilaboð til ungra kvenna í tónlist þegar hún tók á móti einum af fjórum verðlaunum sínum í kvöld.

Íslensku tónlistarverðlaunin: GDRN hlaut fern verðlaun
Ásamt GDRN fengu Víkingur Heiðar, Auður, Karl Olgeirsson, Valdimar, Jónas Sig, JóiPé og Króli flest verðlaun þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent.

Er siðferðilega réttmætt að hlusta á tónlist Michael Jackson?
Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir það varasamt að hampa Michael Jackson og listsköpun hans í ljósi ásakana gegn honum um gróft kynferðisofbeldi gegn börnum.

Hrikalega stórt skarð fyrir 80s-ið
Michael Jackson er endanlega fallinn af stalli eftir Finding Neverland. Fréttablaðið ræðir við íslenska aðdáendur sem kunna Jackson litlar þakkir fyrir að hafa mengað áður ljúfar minningar.

Maðurinn skapar fötin en ekki öfugt
Tónlistarmaðurinn Helgi Sæmundur Guðmundsson hefur í nógu að snúast þessa dagana, bæði sem listamaðurinn IamHelgi og sem meðlimur rappsveitarinnar Úlfur Úlfur.

Dánarorsök söngvara Prodigy liggur fyrir
Flint fannst látinn á heimili sínu í Essex fyrir viku síðan.

Atriði Bræðslunnar 2019 tilkynnt
Nú um helgina var tilkynnt um hvaða atriði munu stíga á svið á tónlistarhátíðinni Bræðslunni, sem fram fer á Borgarfirði eystra 27.júlí næstkomandi.

Læknahlið poppstjörnunnar
Haukur Heiðar Hauksson og félagar hans í Diktu halda merka tónleika í Hörpu í júní. Hljómsveitin er 20 ára og platan Get It Together er 10 ára. Haukur, sem starfar sem læknir, segir að hann hafi alltaf komist í gigg þrátt fyrir annir í starfinu. Kollegar hans hafi hjálpað þar mikið til.

Föstudagsplaylisti Gunna Tynes
Lagalisti beint frá múm-dal í boði Gunnars Arnar Tynes.

„Þessu næ ég fram með nótnaskrift sem hreyfist á tölvuskjá“
"Tónlistin myndar ævintýraheim og íhugult andrúmsloft. Ákefð og ofsi mæta yfirvegun og ró. Þetta er tónlist sem flæðir eins og lífið - óreglulegt en samt í samhengi. Eins og náttúran er, flæðandi, engir kassar og ekkert rúðustrikað.“