Skálmöld klár í Ólympíuleikana „Það væri gaman að fá sér eina bratwurst með Ozzy,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari og gítarleikari Skálmaldar sem spilar á Wacken-hátíðinni í Þýskalandi ásamt Ozzy Osbourne. Þungarokkssveitin sleppti því að fara í útilegu um verslunarmannahelgina og æfði þess í stað fyrir Wacken sem hefst á fimmtudag og stendur yfir til laugardags. Þar stíga einnig á svið rokkrisar á borð við Ozzy, Judas Priest og Motörhead. Tónlist 2. ágúst 2011 14:00
Plata Amy Winehouse á toppnum Sala á tónlist Amy Winehouse hefur margfaldast frá því að breska söngkonan lést fyrir rúmri viku. Fimm ára gömul plata hennar, Back to Black, trónir nú í efsta sæti breska vinsældarlistans líkt og platan gerði eftir að hún kom út. Fyrri plata söngkonunnar, Frank, sem kom út árið 2003 er í 5. sæti á vinsældarlistanum. Amy Winehouse fannst látin á heimili sínu á laugardaginn fyrir viku, en hún lengi hafði glímt við áfengis- og eiturlyfjavanda. Hún var 27 ára. Tónlist 1. ágúst 2011 13:38
Amy Winehouse ýtti Bubba út í sálartónlist „Amy var í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Bubbi Morthens, en eins og kunnugt er féll söngkonan Amy Winehouse frá á laugardaginn fyrir viku en hún hafði glímt við áfengis- og eiturlyfjavanda. Bubbi segir söngkonuna hafa haft mikil áhrif á nýjustu plötu sína og segir hana jafnframt ástæðu þess að hann hóf að glíma við sálartónlistina. Tónlist 31. júlí 2011 13:30
Vetrarsólin er nútímalegri Önnur sólóplata Snorra Helgasonar, Winter Sun, er að koma út. Hann segist hafa vaxið mikið sem tónlistarmaður síðan hann flutti til London. Önnur plata Snorra Helgasonar, fyrrum liðsmanns Sprengjuhallarinnar, nefnist Winter Sun og er fáanleg í rafrænni forsölu á tónlistarveitunni Gogoyoko. Formlegur útgáfudagur er 4. ágúst og er það Kimi Records sem gefur út. Tónlist 30. júlí 2011 16:00
Rapprisar sameina kraftana Rappararnir Jay-Z og Kanye West hafa sameinað krafta sína og gefa út plötuna Watch the Throne innan skamms. Tónlistarunnendur bíða spenntir eftir útkomunni. Tónlist 28. júlí 2011 14:15
Sagt að Amy hafi tekið of stóran skammt af eiturlyfjum Dauði Amy Winhouse er enn óupplýstur. Hún fannst á heimili sínu í norður-London, látin, 27 ára að aldri. Í erlendum fjölmiðlum er haft eftir ónafngreindum heimildarmönnum að hún hafi látist af of stórum skammti fíkniefnum. Amy Winhouse átti í sífelldri baráttu við ávanabindandi efni og fór sú barátta fram fyrir allra augum. Tónlist 24. júlí 2011 09:34
Rokkkvöldverður á Akureyri Tvennir tónleikar til heiðurs bandarísku gruggsveitinni Alice in Chains verða haldnir í kvöld og annað kvöld. Fyrst á Sódómu Reykjavík og síðan á Græna hattinum á Akureyri. Síðustu heiðurstónleikar voru á rokkhátíðinni Eistnaflugi. Lífið 14. júlí 2011 15:00
Diplómati rappar um ömmu sína og Smáralind „Þessi diskur hefur blundað í mér í mörg ár,“ segir Jónas Haraldsson, tónlistarmaður, starfsmaður utanríkisráðuneytisins og stundakennari við Háskóla Íslands. Tónlist 14. júlí 2011 10:00
Orðrómur um að Bítlar komi saman Líkur eru á að eftirlifandi meðlimir Bítlanna komi fram á opnunarhátíð Ólympíuleikanna sem fram fara í London á næsta ári. Paul McCartney hvorki neitar né staðfestir orðróm þess efnis. Tónlist 13. júlí 2011 09:15
Heimsfrumsýning á Youtube Björk Guðmundsdóttir heimsfrumsýnir myndband við nýjasta lagið sitt, Crystalline, á síðunni Youtube í lok mánaðarins. Tónlist 12. júlí 2011 16:00
Madonna í hljóðver á ný Poppdrottningin Madonna er byrjuð að taka upp nýja plötu. Þrjú ár eru liðin frá útgáfu síðustu plötu hennar, sem sló í gegn um allan heim. Lífið 6. júlí 2011 04:00
Nirvana á Reading Goðsagnakenndir tónleikar hljómsveitarinnar Nirvana á bresku tónlistarhátíðinni Reading frá árinu 1992 verða sýndir á Reading og Leeds-tónlistarhátíðunum í sumar. Tónlist 1. júlí 2011 21:00
Búinn að lifa lífinu nóg Ef þú hefur heyrt um rapparann Gísla Pálma eru góðar líkur á því að þú hafir fyrst heyrt um hann nýlega. Hann sendi frá sér lagið Set mig í gang á þjóðhátíðardaginn og annar hver maður hefur deilt myndbandinu við lagið á Facebook-vegg sínum undanfarnar vikur. Þar sést Gísli ber að ofan, hnykla vöðvana og í bakgrunni hefur Range Rover-jeppa verið lagt. Hann er reyndar í eigu vinar Gísla Pálma, sem er rétt að skríða yfir tvítugt. "Annar af tveimur,“ segir Gísli. Tónlist 1. júlí 2011 13:00
Í fíling við flygilinn „Á tónleikunum ætlum við að spila lög af nýútkominni plötu okkar, sem heitir einfaldlega Mood. Svo spilum við meira fjör fram eftir eins og á við á sólríkum föstudegi í byrjun júlí. Svona einhvern stuðblús," segir Bergþór Smári tónlistarmaður sem gaf nýverið út fyrstu plötuna sína sem ber heitið Mood. „Þetta er myndband við lagið No Sense, sem er smáskífa númer tvö af plötunni. Sú fyrsta var Warm & Strong," segir Beggi. „Þetta er eiginlega bara tekið upp í fíling við flygilinn. Ég viðurkenni að ég er ekki eins sterkur á þetta yndislega hljóðfæri og Víkingur frændi minn. Gítarinn er mitt hljóðfæri en ég nota oft píanóið til að semja músík, eins og ég gerði með þetta lag. Þetta er píanólag sem mér þykir mjög vænt um," segir hann. Beggi Smári heldur tónleika á Rosenberg í kvöld, föstudag klukkan 22:00 og á Blúshátíð Ólafsfjarðar á laugardagskvöldið. Facebook síða Begga Smára. Tónlist 1. júlí 2011 09:21
Beyoncé sjóðheit með númer fjögur Beyoncé er mætt með sína fjórðu plötu í farteskinu. Fela Kuti, Lauryn Hill og Stevie Wonder eru á meðal áhrifavalda. Tónlist 30. júní 2011 13:00
Gítarsnillingurinn Guthrie Govan á leið til landsins Breski gítarleikarinn Guthrie Govan er á leið til landsins og kemur fram á tónleikum á Rósenberg í byrjun september. Tónlist 30. júní 2011 12:39
Saktmóðigur með plötu Rokksveitin Saktmóðigur gefur á föstudag út tíu laga plötu sem nefnist Guð hann myndi gráta. Sveitin var stofnuð árið 1991 og hefur gefið út fimm titla í ýmsu formi, eða eina kassettu, tvær tíu tommu vínylplötur og tvær geislaplötur sem heita Ég á mér líf og Plata. Auk þess hefur hljómsveitin gefið út lög á safnplötum. Tónlist 30. júní 2011 07:00
Flytur út tónlist Ný umboðsskrifstofa hefur verið sett á laggirnar sem sérhæfir sig í ráðgjöf og útflutningi tónlistar. Fyrirtækið, sem hefur hlotið nafnið PROJEKTA, er starfrækt af John Rogers, stofnanda Brainlove plötuútgáfunnar, Vasilis Panagiotopoulos, umboðsmanni og kynningarfulltrúa, og Hildi Maral Hamíðsdóttur, viðburðastjórnanda og kynningarfulltrúa, en þau hafa öll starfað lengi innan tónlistargeirans á ólíkum sviðum. PROJEKTA gerir út frá London, Brussel og Reykjavík og fer listinn yfir hljómsveitir á mála hjá fyrirtækinu ört stækkandi, samkvæmt tilkynningu. Nú síðast var það hin goðsagnakennda sveit Apparat Organ Quartet sem bættist við listann en hljómsveitin gerði nýlega samning við danska plötufyrirtækið Crunchy Frog um útgáfu plötunnar Pólýfóníu á erlendri grundu. Pólýfónía kom út á Íslandi á vegum 12 Tóna síðla ársins 2010 og hlaut feikigóða dóma, en hún mun prýða stræti Evrópu frá og með september þegar hún kemur út hjá Crunchy Frog. Í kjölfarið stefnir hljómsveitin á tónleikahald í Evrópu til að fylgja útgáfunni eftir. Aðrar hljómsveitir á mála hjá PROJEKTA eru gríska sveitin FILM, hin íslenska Rökkurró og breska sveitin Napoleon IIIrd sem er nýbúin að gefa út aðra plötu sína við góðar undirtektir. Tónlist 27. júní 2011 11:48
Skúli gefur út Búgí! Platan Búgí! með Skúla mennska og hljómsveitinni Grjót er komin út. Hún hefur að geyma tólf tilvistarspekileg lög um samskipti kynjanna. Lög og textar eru eftir forsprakkann Skúla Þórðarson, sem gaf út sína fyrstu plötu í fyrra. Tónlist 27. júní 2011 11:00
Tekur íslenska þjóðsönginn í gítarsólói Gítarleikari hljómsveitarinnar The Vintage Caravan, Óskar Logi Ágústsson, hefur þegar komið sem stormsveipur inn í íslenskt tónleikalíf með ærslafullum gítarleik sínum og öryggi. Sannkölluð gítarhetja þrátt fyrir að eiga enn nokkur ár í tvítugt. Piltarnir í sveitinni undirbúa sig nú fyrir stærsta gigg ferils þeirra, er þeir koma fram á Bestu útihátíðinni eftir tvær vikur. Tónlist 23. júní 2011 13:21
Bein útsending frá tónleikum GusGus Gusgus efnir til útgáfutónleika á Nasa við Austurvöll í kvöld. Um er að ræða tvenna tónleika og eru þeir fyrri í beinni útsendingu hér á Vísi. Útsendingin hefst klukkan 20:30 en tónleikarnir hefjast klukkan 21. Tónlist 18. júní 2011 20:30
Högni kann mjög vel við að vinna með GusGus "Það var engin sérstök vígsluathöfn haldin. En jú jú, ég er orðinn meðlimur í GusGus. Ég kem fram með sveitinni á tónleikum og tók þátt í gerð nýju plötunnar. Mér finnst bara gaman að vera í stuði með góðu fólki," segir tónlistarmaðurinn Högni Egilsson, sem einnig er þekktur sem Högni í Hjaltalín. Hann syngur og tók þátt í sköpun þriggja laga á plötu GusGus, Arabian Horse, sem kom út fyrir skömmu og hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda og frábærar viðtökur almennings. Högni stígur einmitt á svið á útgáfutónleikum sveitarinnar, raunar tvennum, sem haldnir verða í kvöld á Nasa. Fyrri tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu hér á Vísir.is. Útsendingin hefst klukkan 20:30 en tónleikarnir klukkan 21. Tónlist 18. júní 2011 17:13
Útgáfutónleikar Gusgus í beinni á Vísi í kvöld Gusgus blæs til útgáfutónleika á Nasa í kvöld vegna nýjustu plötu sveitarinnar, Arabian Horse. Um er að ræða tvenna tónleika og uppselt er í forsölu á þá báða, en einhverjir miðar verða seldir í hurð. Þeir sem ekki komst á þessa tímamótatónleika geta glaðst vegna þess að fyrri tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi sem hefst klukkan 20:00. Tónlist 18. júní 2011 10:45
Tveir heimar mætast Afrísk kúbanska súpergrúppan Afrocubism er væntanleg til Íslands til að halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu 28. júní. Trausti Júlíusson kynnti sér þessa merku sveit og spáði í það hvers er að vænta á þessum stóra heimstónlistarviðburði. Tónlist 16. júní 2011 16:00
Uppselt á Jamie Cullum - sætin bakvið sviðið notuð í fyrsta sinn Uppselt er á tónleika Jamie Cullum í Hörpu 23. Júní. Skipuleggjandi tónleikanna, hr.Örlygur, hefur í samráði við Jamie og starfsfólk Hörpu ákveðið að setja í sölu miða sem eru á svölum til hliðar við sviðið og einnig fyrir aftan sviðið. Tónlist 16. júní 2011 12:00
Palli rokseldi í Hörpunni 12 tónar eru með einkaleyfi fyrir sölu á varningi í Hörpu og Páll Óskar Hjálmtýsson varð því að semja sérstaklega við þá þegar hann seldi Silfursafnið fyrir tónleika sína með Sinfóníuhljómsveitinni. Ýmsir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag en Palli kvartar ekki. Tónlist 16. júní 2011 10:30