Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Seldist upp á 90 mínútum

Hljómsveitin Sign fagnar tuttugu ára afmæli fyrstu plötu sveitarinnar, Vindar og Breytingar, í Iðnó þann 27. nóvember í samstarfi við X977. 

Tónlist
Fréttamynd

Rokk og ról fyrir ljúfar sálir

Baby It’s Love er nýjasta lagið frá Rolf Hausbentner Band og er unnið í samstarfi við Fríðu Dís.  Svalur rokkari um neistann sem blossar upp á milli tveggja einstaklinga sem kom út á streymisveitum föstudaginn 12. nóvember 2021.  

Albumm
Fréttamynd

Níu ára drengur látinn eftir troðninginn á Astroworld

Níu ára drengur, sem hefur verið haldið sofandi frá því að hann varð undir á Astroworld-tónlistarhátíðinni í Texas í Bandaríkjunum, er látinn. Ezra Blount hlaut umtalsverðan heila- og líffæraskaða en hann er yngstur þeirra sem hafa látist.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta breiðskífa Kig & Husk er komin út

Fyrsta breiðskífa Kig & Husk sem er skipuð Frank Hall (Ske) og Höskuldi Ólafssyni (Quarashi, Ske), kemur út í dag 11. nóvember. Platan nefnist Kill the Moon og inniheldur 10 frumsamin lög.

Albumm
Fréttamynd

Út í geim á svifbretti með grúvið og kúabjölluna

Rokksveitin Volcanova sendi frá sér sína fyrstu plötu Radical Waves á síðasta ári. Plötunni var tekið vel af gagnrýnendum og aðdáendum um allan heim og var henni loksinsfagnað á Húrra þann 1. október síðastliðinn fyrir pakk fullu húsi eftir að sveitin þurfti að fresta tónleikunum í 5 skipti. 

Albumm
Fréttamynd

Árið 1996 var hápunktur í útgáfu danstónlistar

Safnplatan PartyZone 96 á tuttugu og fimm ára útgáfuafmæli um þessar mundir. Í tilefni af því er bæði platan og besta danstónlist þess tíma spiluð í nýjustu tveimur þáttum PartyZone og er hægt að hlusta á þá á Vísi og í öppum Bylgjunnar, FM957 og X977. 

Tónlist
Fréttamynd

Tónleikum Bocelli líklega frestað

„Í ljósi tilkynninga stjórnvalda í dag lítur út fyrir að tónleikum Andrea Bocelli verði frestað enn og aftur,“ sendi Sena frá sér í tilkynningu rétt í þessu. 

Lífið
Fréttamynd

Taylor Swift heldur áfram að toppa sig

Taylor Swift heldur sífellt áfram að gleðja aðdáendur sína með nýjum gullmolum. Í nótt gaf hún aftur út plötu sína Red, sem kom fyrst út árið 2012. Platan heitir núna RED (Taylor’s Version) og er hún enn betri en upprunalega útgáfan.

Tónlist
Fréttamynd

Segja Måneskin herma eftir sér: „Verið frum­legri“

Ítölsk glampopp hljómsveit, sem var stofnuð á áttunda áratugi síðustu aldar, hefur sakað hljómsveitina Måneskin um að herma eftir búningum hennar. Sveitin gagnrýnir að nýliðarnir hafi klæðst glimmerbúningum sem sýndu Bandaríska fánann þegar þeir opnuðu fyrir Rolling Stones á tónleikum í Las Vegas.

Lífið
Fréttamynd

Idol-ævin­týri Birkis heldur á­fram

Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í átta manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Eftir að úrslitin voru kynnt í síðasta þætti flutti hann ABBA-lagið Lay All Your Love On Me sem hann verður dæmdur út frá í næsta þætti.

Tónlist
Fréttamynd

Kanye West orðaður við tuttugu og tveggja ára gamla fyrir­sætu

Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar alla þriðjudagsmorgna á FM 957. Í morgun fór Birta yfir harmleikinn sem átti sér stað á Astroworld-tónlistarhátíðinni um helgina. Þá var einnig rætt um ný ástarsambönd þeirra Kim Kardashian og Kanye West sem virðast bæði vera að horfa fram á veginn.

Lífið