Veður

Veður


Fréttamynd

„Maður fær sér smá snaps eftir svona slys“

Rúta fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Um var að ræða rútu fulla af ferðamönnum sem voru á leið sinni um svæðið. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður fyrir ökutæki.

Innlent
Fréttamynd

Rúta valt við Öxará - 49 manns um borð

Rúta með 49 manns innaborðs fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum rétt í þessu. Samkvæmt skeyti frá neyðarlínunni urðu ekki mikil slys á fólki. Lögreglan er á leiðinni, bæði frá Selfossi og Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Frosthörkur á leiðinni

Sannkallað vetrarveður hefur sett svip sinn á höfuðborgarsvæðið að undanförnu en töluverð snjókoma hefur gert vart við sig

Innlent
Fréttamynd

Erfiðar aðstæður hjá Vegagerðinni suður með sjó í nótt

"Þetta fór allt saman vel hér á höfuðborgarsvæðinu og vel gekk að ryðja götur borgarinnar,“ segir Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Hafnafirði, en mikil úrkoma var í nótt og þurftu starfsmenn Vegagerðarinnar að hafa hraðar hendur.

Innlent
Fréttamynd

Sluppu ómeiddir úr veltu en bíllinn gjörónýtur

Þrír menn og tveir hestar sluppu ómeiddir þegar bíll með hestakerru hafnaði utan vegar á Hellisheiði í gærkvöldi. Tveir ferðamenn sluppu líka ómeiddir þegar bíll þeirra valt út af þjóðveginum um Kleifaheiði í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Stormi spáð í flestum landshlutum

Veðurstofan spáir stormi víða um land í dag og rigningu fyrir norðan og austan. Það fer hinsvegar að snjóa suðvestanlands eftir hádegi, en verður vart nema slydda á höfuðborgarsvæðinu þar til úrkoman breytist í rigningu.

Innlent
Fréttamynd

Vetrarfærð víða um land

Það snjóaði víða á sunnanverðu landinu í nótt og í morgun. Færð er víða varasöm og eru ökumenn beðnir um að fara varlega.

Innlent
Fréttamynd

Snjókoma í borginni - varað við stormi syðst

Það fór að snjóa og hvessa víða suðvestanlands í nótt og því víða hálka, meðal annars á öllu höfuðborgarsvæðinu. Veðurstofan spáir stormi syðst á landinu fram eftir morgni, með snjókomu, síðan slyddu og rigningu, og að það fari að snjóa víða um land, með vindi upp á 10 til 18 metra á sekúndu.

Innlent
Fréttamynd

Strætisvagn valt á hliðina

Betur fór en á horfðist þegar strætisvagn á leið 78 til Húsavíkur fór á hliðina og út af veginum rétt fyrir klukkan 10 í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vigdís föst í flugvélinni

“Nú er sem betur fer verið að reyna að koma vélunum að flugskýlinu,” segir Vigdís Hauksdóttir, sem þessa stundina er strandaglópur í flugvél frá Keflavíkurflugvelli.

Innlent
Fréttamynd

Lítið um umferðaróhöpp þrátt fyrir aftakaveður

Þrátt fyrir það aftakaveður sem nú gengur yfir suðvesturhornið hefur verið lítið um umferðaróhöpp. Lögreglan á höfðurborgarsvæðinu segir að eitthvað hafi verið um minni háttar árekstra, þar sem bílar hafi verið að rekast saman.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan varar við akstri yfir Hellisheiði

Lögreglan á Selfossi beinir því til fólks að aka ekki yfir Hellisheiðina nema á vel útbúnum bílum. Lögreglumaður sem hafði samband við fréttastofu sagði að eitthvað væri um, að bílar sem hefðu lagt af stað yfir heiðina illa búnir, væru nú fastir.

Innlent
Fréttamynd

Leiðindaveður í dag og á morgun

Búist er við leiðindaveðri á landinu öllu í dag. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að von sé á snjókomu og slyddu núna fyrir hádegið á suðvestulandi og það muni snjóa víða inn til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Vetrarfærð í flestum landshlutum og varað við hálku

Vetrarfærð er í flestum landshlutum með nokkurri hálku eða hálkublettum. Í tilkynningu frá Vegagerð segir að Hálkublettir séu á Hellisheiði og Þrengslum og nokkuð víða í uppsveitum á Suðurlandi. Snjóþekja er í Mýrdalnum og á Reynisfjalli.

Innlent
Fréttamynd

Vetur

Í samanburðarreikningum á Veðurstofunni er vetur talinn 4 mánaða langur, frá 1. desember til 31. mars. Þetta er lengra tímabil en að jafnaði er notað erlendis því þar er miðað við að veturinn standi yfir tímabilið frá desember og út febrúar. Hér á landi er mars alloft kaldasti mánuður ársins og því er erfitt að tala um hann sem vormánuð. (Fengið af vef Veðurstofu Íslands vedur.is)

Veður
Fréttamynd

Suðlægar áttir í kortunum

21.07.10 Veður mun heldur betur leika við landsmenn á norður- og austurhluta landsins næstu daga en þar er útlit fyrir bjartviðri og talsverð hlýindi alveg fram á sunnudag. Horfur á óspennandi veðri um tíma vestan til á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Sumarið það sjöunda hlýjasta í Reykjavík

Sumarið í sumar er það sjöunda hlýjasta í Reykjavík frá því mælingar hófust árið 1870 og þriðja þurra sumarið í röð. Þetta kemur fram þegar rýnt er í gögn yfir veðurlagið í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Flugókyrrð og flokkun hennar

Bandarískar rannsóknir sýna að fjölmargir eru flughræddir eða finna fyrir ónotum á flugi og að um 20% flugfarþega hreinlega þjáist á flugi.

Innlent
Fréttamynd

Hvað eru norðurljós?

Hvaða fyrirbæri er þetta sem stundum sést og stundum ekki - fyrirbæri sem þrátt fyrir nafn sitt Norðurljós sést ekki á norðurpólnum en sést yfir Íslandi?

Innlent
Fréttamynd

Siggi stormur leitar að veðurgleggstu Íslendingunum

Veðravon, veðurleikur Vísis og Stöðvar tvö hefst í dag í styrkri umsjá Sigurðar Þ. Ragnarssonar veðurfræðings. Leikurinn felst í því að landsmenn geta skráð á visir.is hvernig þeim finnst veður dagsins hafa verið og síðan er metið hver stendur sig best, hvaða sveitarfélagið hefur veðurglöggasta fólkið og hvar á Íslandi veðursæld sé mest.

Innlent
Fréttamynd

Niðurstöður kosninga í samræmi við veður

Niðurstöður kosninganna á laugardag eru í góðu samræmi við veðrið á kjördag. Eins og greint hefur verið frá virðast náin tengsl vera á milli veðurs á kjördag og úrslita kosninga. Sigurður Þ. Ragnarsson bar saman úrslit kosninganna við veðrið á kjördag og komst að ýmsu forvitnilegu eins og fréttin hér ber með sér.

Innlent