

Árið 2023 var hlýjasta árið síðan mælingar hófust. Það var 1,48 gráðu hlýrra en að meðaltali miðað við hitastig frá því fyrir iðnbyltingu, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins.
Víðáttumikil hæð yfir Norðursjó beinir nú alldjúpum lægðum og lægðadrögum norður yfir Grænlandshaf og saman færa veðrakerfin hlýju og röku lofti til landsins að sunnan.
Lítil hreyfing er á veðrakerfunum þessa dagana þar sem er að finna hæð yfir Norðursjó og djúp lægð suður af Grænlandi sem beina enn hlýju lofti til landsins úr suðri.
Öryggisstjóri segir stórhættulega hálku myndast á Grindavíkurvegi vegna uppgufunar frá Seltjörn og orkuverinu í Svartsengi. Hálkuvörnum sé ekki sinnt nógu reglulega til að bregðast við því. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir vetrarþjónustu miðast við umferðarmagn og veðuraðstæður hverju sinni.
Djúp lægð suður af Grænlandi og hæð yfir Bretlandseyjum beina til landsins mildri suðlægri átt, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.
Samtals voru gefnar út 311 viðvaranir af Veðurstofu Íslands árið 2023. Frá árinu 2018 hafa að meðaltali verið gefnar út 380 viðvaranir árlega og var árið í fyrra því heldur undir meðallagi.
Kuldakast ríður nú yfir norðurhluta Skandinavíu og fór hitastigið á hinum norðlægu landamærum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands niður fyrir -40 gráður.
Það er útlit fyrir rólegt veður á landinu í dag. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.
Þegar hálkuslys verða við hús er spurt um ábyrgð eigenda þeirra. Það er engin almenn skráð lagaregla um ábyrgð húseigenda vegna slíkra slysa. Hins vegar á ábyrgur húseigandi að vera vakandi gagnvart veðrabrigðum og slysagildrum.
Veðurstofan gerir ráð fyrir að víða verði fremur hæg suðvestlæg átt í dag með lítilsháttar úrkomu. Úrkoman geti fallið sem snjór, slydda eða rigning þar sem hitastigið er nálægt frostmarki.
Hægt er að nálgast salt til hálkuvarna á tólf stöðum í Reykjavík. Frá því er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en verulega erfiðar aðstæður hafa skapast síðustu daga í borginni og er mikil hálka á bæði götum og göngustígum borgarinnar.
Sala mannbrodda hjá verslunarkeðju Bónus er fjórföld í þessari viku og vikuna fyrir jól, miðað við síðustu tíu vikur þar á undan. Flughált hefur verið á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og fjöldi fólks leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa.
Útlit er fyrir hæga austlæga átt í dag með lítilsháttar éljum norðan- og austanlands. Það mun svo bæta í úrkomu þar eftir hádegi, en annars léttskýjað.
Tíðarfar á Íslandi í desember var yfir heildina litið ágætur, lítið var um úrkomu og var hann hægviðrasamur. Þetta var einn kaldasti desembermánuður þessarar aldar.
Nú í morgunsárið eru austan fimm til þrettán metrar sekúndu á landinu og einhver rigning eða slydda í mörgum landshlutum.
Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið.
Það var titringur víða í samfélaginu árið 2023. Hatrammar kjaradeilur settu mark sitt á árið og tekist var á um hvalveiðar, útlendingamál og valdheimildir lögreglu, svo eitthvað sé nefnt.
Lægð er nú stödd skammt suðvestur af Reykjanesskaga og mun hún stýra veðrinu á landinu í dag. Lægðin er þó hvorki djúp né kröpp og hljóðar vindaspáin upp á suðaustan og austan fimm til þrettán metra á sekúndu.
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan tíu til átján metrum á sekúndu og rigningu eða slyddu með köflum á þessum fyrsta degi ársins.
Í fyrramálið hlánar á láglendi um land allt og hætt er við að flughált verði víða á vegum á morgun. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við fréttastofu.
Í dag verður norðaustanátt á landinu, víðast hvar fimm til þrettán metrar á sekúndu, en að átján metrar á sekúndu suðaustanlands. Skýjað með köflum en dálítil él norðaustan- og austantil. Frost eitt til ellefu stig.
Spáð er austanátt með fimm til þrettán metrum á sekúndu en hvassast með suðurströndinni. Skammt vestur og suðvestur af landinu er lægðakerfi sem viðheldur austlægum áttum á landinu í dag og á morgun.
Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri austlægri eða breytilegri átt í dag þar sem verða stöku él við norður- og austurströndina og snjókoma syðst, en annars víða bjartviðri.
Siggi Stormur segir það munu veðra vel til sprenginga á gamlárskvöld. Hann mætti í Reykjavík síðdegis þar sem hann fór yfir veðurspá næstu daga.
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustankalda eða strekkingi og lítilsháttar éljum á víð og dreif norðan- og austanlands en dálítilli snjókomu af og til suðvestantil.
Snjómokstursmenn hafa staðið í ströngu í allan dag eftir mikla snjókomu í höfuðborginni í gærkvöldi. Víðast hvar er orðið greiðfært og skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins segir það stýrihópnum umtalaða um þjónustuhandbók vetrarþjónustunnar að þakka.
Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á suðvesturhorni landsins en eitthvað er um snjóþekju eða krapa.
Útlit er fyrir að lægðardragið sem gaf snjóinn í gær muni færast smám saman til vesturs um landið sunnanvert í dag.
Gul veðurviðvörun er í gildi á Suðurlandi þessum mikla ferðadegi, og akstursskilyrði á svæðinu ekki með besta móti. Mjúk lokun er í gildi á Hellisheiði og fá eingöngu ökumenn á vetrarbúnum bílum að fara yfir heiðina.
Gul veðurviðvörun tekur gildi á Suðurlandi klukkan þrjú í nótt.