Rólegt veður víðast hvar en líkur á ofankomu Reikna má með að veðrið verði með rólegra móti í dag og á morgun, þó víða megi gera ráð fyrir ofankomu. Innlent 17. febrúar 2022 07:23
Spá þrjátíu sentímetra hækkun sjávarmáls fyrir 2050 Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna og annarra stofnanna, spá því að sjávarmál við austurströnd Bandaríkjanna muni hækka um 25 til þrjátíu sentímetra fyrir árið 2050. Sú hækkun er sambærileg þeirri hækkun sjávarmáls sem hefur átt sér stað á síðustu hundrað árum. Erlent 16. febrúar 2022 11:05
Hæglætis veður víðast hvar Norðaustan og austanlands er allhvöss austanátt algeng með snjókomu eða slyddu, en það dregur úr vindi og úrkomu á þessum slóðum eftir hádegi. Í öðrum landshlutum verður vindur fremur hægur í dag, en búast má við éljum á stöku stað. Innlent 16. febrúar 2022 07:33
Öryggi vegfarenda á stígum eigi að vera í forgangi Erfið færð er enn víða fyrir gangandi vegfarendur eftir veðrið síðustu daga. Stjórnarmeðlimur Samtaka um bíllausan lífstíl vill betri forgangsröðun. Borgin segir verkefnið erfitt sem krefst þolinmæði. Innlent 15. febrúar 2022 20:41
Ekkert sem minnir á vorið að finna í langtímaspá Á suðvesturhorninu horfir nú allt til betri vegar hvað veður og færð snertir en hægfara skil munu plaga íbúa á Suðausturlandi í dag þar sem allt útlit er fyrir samgöngutruflanir. Innlent 15. febrúar 2022 12:51
Vindur róast en reikna má með slyddu eða snjókomu Nú er vindur að róast á Suður- og Vesturlandi, þar má þó búast við slyddu eða snjókomu fram eftir morgni. Eftir hádegi er útlit fyrir stöku él á þessum slóðum. Veður 15. febrúar 2022 07:17
Mikilvægt að moka strax áður en allt verður grjóthart Útlit er fyrir suðvestan storm á Suður- og Vesturlandi í nótt og verða gular viðvaranir víða í gildi vegna veðurs. Að sögn Haralds Ólafssonar veðurfræðings verður lítil úrkoma og ekki mikil hláka. Innlent 14. febrúar 2022 23:39
Mokuðu bílinn út með „kúst og fæjó“ Íbúar á Suðvesturlandi voru margir hverjir í stökustu vandræðum með að komast til vinnu vegna snjóþunga og mátti sjá fólk beita ýmsum aðferðum til þess að losa bíla. Búast má viðað fólk muni lenda í vandræðum í húsagötum sínum næstu daga. Innlent 14. febrúar 2022 21:00
Íhugi umfang umferðarkerfisins áður en fólk felli dóma Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að mikið hafi mætt á starfsfólki í snjóþyngslunum í dag. Innlent 14. febrúar 2022 17:21
Ófærð í Víðidal: „Þetta minnir mig á gamla daga“ „Nú er þetta alvöru hvítt. Þetta minnir mig á gamla daga. Svona var þetta oft hérná áður fyrr, í minningunni.“ Innlent 14. febrúar 2022 14:18
Snjóvaktin: Allt á kafi í snjó og gular viðvarnir Íbúar á Suðvesturhorni landsins vöknuðu upp við mikið fannfergi í morgun og lentu margir hverjir í mesta basli með að komast út úr hverfum sínum í morgun. Snjó hefur kyngt niður í tæpan sólarhring og áfram spáð snjókomu í bland við töluvert hvassvirði. Innlent 14. febrúar 2022 13:38
Sjóþunginn lék borgarbúa grátt: „Mér finnst hann alveg ömurlega leiðinlegur“ Töluverðum snjó kyngir niður á Suðvesturlandi og áttu margir hverjir erfitt með að komast til vinnu í morgun. Aðstæður verða krefjandi fyrir vegfarendur fram eftir degi og víða eru vegir lokaðir. Innlent 14. febrúar 2022 13:26
Bílar í basli á Reykjanesbraut hvar aðstæður eru erfiðar Aðstæður á Reykjanesbraut hafa verið slæmar það sem af er degi og hafa nokkrar bifreiðar endað utan vegar vegna slæmrar færðar. Snjóruðningstæki eru á ferðinni að ryðja. Innlent 14. febrúar 2022 12:52
Fannst eftir tveggja tíma næturgöngu í blindbyl á Lyngdalsheiði Björgunarsveitunum Ingunni á Laugarvatni og Tintron í Grímsnesi barst útkall kl 5:22 í morgun. Þá hafði kona nokkur óskað eftir aðstoð. Hún var á göngu í blindbyl og týnd. Innlent 14. febrúar 2022 12:47
Gular viðvaranir í gildi fyrir stóran hluta landsins Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gul viðvörun verið gefin út fyrir sunnan- og vestanvert landið, auk miðhálendisins. Á höfuðborgarsvæðinu gildir viðvörunin frá klukkan 15 í dag og fram á morgun en spáð er suðaustan hvassviðri, snjókomu og slyddu á köflum og talsverðum skafrenningi, einkum í efri byggðum. Innlent 14. febrúar 2022 06:55
Gott vetrarveður um land allt í dag Útlit er fyrir að hið prýðilegasta vetrarveður verði á landinu í dag: hægur vindur, bjart og kalt. Veður 13. febrúar 2022 07:23
Mikill kuldi á landinu öllu í dag Í dag er spáð norðaustan 8-15 m/s en jafnvel hvassara í vindstrengjum með suðausturströnd landsins. Veður 12. febrúar 2022 07:38
Kalla eftir úrbótum eftir að heiðin var lokuð í þrjá sólarhringa Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur skorað á Vegagerðina að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að aftur komi upp ástand viðlíka því sem varð í byrjun vikunnar, þegar vegurinn um Hellisheiði var lokaðir fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa vegna veðursins sem gekk yfir landið. Innlent 11. febrúar 2022 18:21
Léttir til eftir hádegi með vaxandi norðanátt Dagurinn byrjar með hægri breytilegri átt og stöku éljum vestanlands. Það léttir til eftir hádegi með vaxandi norðaustanátt, fimm til tíu metrar á sekúndu í kvöld en tíu til fimmtán metrar syðst og um norðanvert landið. Veður 11. febrúar 2022 07:13
Allt að tuttugu stiga frost inn til landsins Veðurstofan spáir suðvestlægum áttum í dag með stöku éljum vestanlands en bjart að mestu fyrir austan. Veður 10. febrúar 2022 07:09
Öldur á Garðskaga náðu yfir 30 metra hæð í óveðrinu Öldur við Garðskaga á Suðurnesjum náðu ítrekað yfir þrjátíu metra hæð í óveðrinu sem gekk yfir landið síðdegis á mánudag og aðfaranótt þriðjudags. Með því var met slegið í ölduhæð við Íslandsstrendur en það fyrra var frá árinu 1990. Innlent 9. febrúar 2022 22:17
Hættustigi og óvissustigi aflýst á Vestfjörðum Hættustigi og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en óvissustig hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því á sunnudag. Hættustigi hefur verið aflýst á Tröllaskaga og er óvissustig nú í gildi. Innlent 9. febrúar 2022 10:10
Norðanátt með éljum norðantil en þurrt fyrir sunnan Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, tíu til átján metrum á sekúndu, með éljum fyrir norðan en þurrt að kalla um sunnanvert landið. Veður 9. febrúar 2022 07:08
Þetta er lægðin sem hefur verið að hrella landsmenn Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, náði þessari mynd af lægðinni sem leikið hefur landsmenn grátt undanfarna daga. Veður 8. febrúar 2022 21:08
Stóð ráðalaus í rauðri viðvörun: „Kannski smá karma“ Atla Czubaiko brá heldur í brún á mánudagsmorgun þegar eldhúsglugginn á þriðju hæð fauk upp í vindhviðu og losnaði úr gluggakarminum. Hann hangir enn utan á blokkinni í Háaleiti í Reykjavík. Innlent 8. febrúar 2022 21:00
Allt á kafi í sandi í Vík Gríðarlegt sandfok varð við Vík í Mýrdal í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt með þeim afleiðingum að hluti bæjarins er á kafi í sandi. Innlent 8. febrúar 2022 13:01
Hættustig á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Vestfirði. Snjóað hefur á svæðinu í norðlægum og austlægum áttum síðan um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Innlent 8. febrúar 2022 10:00
Lægðin heldur áfram að stjórna veðrinu í dag og á morgun Lægðin sem hefur stjórnað veðrinu hjá okkur síðustu daga heldur því áfram í dag og á morgun. Á vef Veðurstofunnar segir að lægðin fari nú að flytja sig um set og verði skammt suðvestur af Reykjanesi í kvöld og haldi síðan för sinni áfram til austurs fyrir sunnan land og grynnist smám saman. Veður 8. febrúar 2022 07:16
Vetrarfærð víða og lokað á Hellisheiði og í Þrengslum Vetrarfærð er um allt allt land og víða ófært á vegum. Ákveðið var að loka veginum frá Rauðavatni til Hveragerðis rétt fyrir klukkan fjögur í morgun. Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu í fyrrinótt og ekki stóð til að opna hana fyrr en í dag. Innlent 8. febrúar 2022 06:37
Boðaði vetrarríki þegar veðrið snarversnaði í beinni Ekkert lát er á vonskuveðri en gular viðvaranir tóku gildi á suðvestur og vesturhorni landsins fyrr í dag. Veðurfræðingur boðar vetrarríki og segir ráðlegt að hafa snjóskófluna reiðubúna til taks næstu daga. Innlent 7. febrúar 2022 21:45