Smittölurnar það fyrsta sem Willum horfir til Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir hverja klukkustund skipta máli í veitingaþjónustu. Því sé horft til þess að geta lengt opnunartíma. Smittölurnar bjóði ekki upp á það sem stendur. 14.12.2021 16:48
„Ég ítreka að þetta verður alltaf val“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir afar mikilvægt að ef verði af bólusetningu barna hér á landi að þá verði það undirbúið með öllum tiltækum ráðum og upplýsingum. Lykilatriði sé að fólk átti sig á því að um val sé að ræða. 14.12.2021 14:54
Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14.12.2021 14:16
Sakar Kolbrúnu um siðblindu og vill að stjórn KSÍ sparki henni Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í Íslenskum toppfótbolta, segir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í jafnréttismálum, ekki hæfa til að sinna þeim verkefnum sem hún hafi tekið að sér fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stuðningsyfirlýsing til nýkjörins formanns í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. 14.12.2021 11:46
Jónína kjörin varaformaður kennara Jónína Hauksdóttir, skólastjóri leikskólans Naustatjarnar á Akureyri, hefur verið kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún tekur við embættinu af Önnu Maríu Gunnarsdóttur á þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári. 13.12.2021 15:59
Fúlsar við Fyrsta blikinu og horfir frekar til Filippseyja Árni Stefán Árnason, dýralögfræðingur sem hefur látið sig varða umræðuna um blóðmerahald og annað er við kemur dýravelferð, segir ekki annað fyrir íslenska karlmenn á hans aldri en að leita annað, til dæmis til Filippseyja. Aktvívistahópnum Öfgum blöskrar ummæli lögfræðingsins og segja skrifin ógeðfelld. 13.12.2021 15:00
Tíu auka starfsmenn kallaðir út í leikhúsið vegna hraðprófa Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður fimmtíu milljóna króna stuðningur til að mæta tekjutapi og kostnaði á árinu sem er að líða af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Tíu auka starfsmenn eru kallaðir út á hverju sýningarkvöldi til að skanna hraðpróf. 13.12.2021 13:46
Ráðherra meðal þeirra sem þáðu boð á nýjan bar Hrefnu Sætran Hrefna Rósa Sætran hefur opnað nýjan bar í hjarta Reykjavíkur. Barinn ber nafnið Uppi bar og er staðsettur fyrir ofan Fiskmarkaðinn, veitingastaðinn sem hún rekur, í Aðalstræti 12. Gengið er inn vinstra megin við húsið og eina hæð upp. 13.12.2021 11:50
Dóra setur Íslandsmet í langlífi Dóra Ólafsdóttir á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík hefur nú náð hærri aldri en nokkur annar hér á landi. Frá þessu er greint á Facebook-hópnum Langlífi. 13.12.2021 10:30
Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil. 10.12.2021 15:52