Kosningastjóri síðast fer nú sjálf í framboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2022 15:50 Sandra Hlíf Ocares óskar eftir stuðningi í þriðja sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sandra Hlíf Ocares gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og sækist eftir 3. sæti. Sandra Hlíf er fædd árið 1980, lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hlaut lögmannsréttindi. Síðastliðin þrjú ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri Byggingavettvangsins sem vann meðal annars að breytingum á nýjum mannvirkjalögum. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik fasteignafélagi og yfirlögfræðingur Plain Vanilla. Sandra situr í barnaverndarnefnd Reykjavíkur og í kærunefnd útlendingamála. Hún hefur gengt ýmsum stjórnar- og trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var hún til að mynda kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Sandra hefur einnig setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, sat í stjórn VÍS, var varaformaður stjórnar ÍV sjóða og formaður tilnefningarnefndar „Reykavík hefur alla burði til að eflast mjög næstu árin - ef haldið er rétt á spilinum. Borgin líður nú fyrir óþarflega mikla yfirbyggingu og kerfishugsun. Þjónusta við fólkið í borginni hefur mætt afgangi og þarfir þess ekki verið i forgangi. Þessu vil ég breyta. Ég trúi því að með nýrri og lausnarmiðaðri hugsun megi leysa vanda fjölskyldufólks, húsnæðisvandann og seinagang borgarkerfisins ásamt því að eyða ákvarðanafælni. Ég býð fram krafta mína og reynslu í það verkefni,“ segir Sandra í tilkynningu. „Ráðast þarf í að skera niður í þeirri yfirbyggingu sem hefur fengið að vaxa nær stjórnlaust síðustu ár. Ótal tækifæri liggja í að einfalda regluverk og löngu tímabærum áherslum á tækni og rafræna stjórnsýslu. Þannig losna fjármunir sem nýta má í grunnþjónustuna sem fólkið treystir á að sé í lagi.“ Börnin í borginni eigi að búa við sömu tækifæri og njóta umhverfis þar sem þau blómstri á eigin forsendum. „Ég legg áherslu á að foreldrar hafi val þegar kemur að þjónustu leik- og grunnskóla og að yngstu börnin eigi öruggt pláss á leikskóla. Húsnæðisvandinn í Reykjavík er risastórt velferðarmál sem þarf að taka föstum tökum og leysa. Mörg tækifæri liggja í því að nýta tæknina til að stytta biðtíma og auka gagnsæi. Sveigjanleiki er lykilatriði í því að hægt sé að byggja upp fjölbreytt og gott húsnæði eftir þörfum borgarbúa.“ Reykjavíkurborg eigi miklu meira inni og eigi að geta verið frábær staður fyrir alla íbúa hennar - óháð aldri, lífsstíl, fjölskyldumynstri eða hverfum. „Reynsla mín úr atvinnulífinu, nefnda- og stjórnarsetum og sem íbúi Reykjavíkur veitir mér góðan grundvöll til að takast það verkefni á hendur. Ég vil gera borgina betri fyrir okkur öll.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira
Síðastliðin þrjú ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri Byggingavettvangsins sem vann meðal annars að breytingum á nýjum mannvirkjalögum. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik fasteignafélagi og yfirlögfræðingur Plain Vanilla. Sandra situr í barnaverndarnefnd Reykjavíkur og í kærunefnd útlendingamála. Hún hefur gengt ýmsum stjórnar- og trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var hún til að mynda kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Sandra hefur einnig setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, sat í stjórn VÍS, var varaformaður stjórnar ÍV sjóða og formaður tilnefningarnefndar „Reykavík hefur alla burði til að eflast mjög næstu árin - ef haldið er rétt á spilinum. Borgin líður nú fyrir óþarflega mikla yfirbyggingu og kerfishugsun. Þjónusta við fólkið í borginni hefur mætt afgangi og þarfir þess ekki verið i forgangi. Þessu vil ég breyta. Ég trúi því að með nýrri og lausnarmiðaðri hugsun megi leysa vanda fjölskyldufólks, húsnæðisvandann og seinagang borgarkerfisins ásamt því að eyða ákvarðanafælni. Ég býð fram krafta mína og reynslu í það verkefni,“ segir Sandra í tilkynningu. „Ráðast þarf í að skera niður í þeirri yfirbyggingu sem hefur fengið að vaxa nær stjórnlaust síðustu ár. Ótal tækifæri liggja í að einfalda regluverk og löngu tímabærum áherslum á tækni og rafræna stjórnsýslu. Þannig losna fjármunir sem nýta má í grunnþjónustuna sem fólkið treystir á að sé í lagi.“ Börnin í borginni eigi að búa við sömu tækifæri og njóta umhverfis þar sem þau blómstri á eigin forsendum. „Ég legg áherslu á að foreldrar hafi val þegar kemur að þjónustu leik- og grunnskóla og að yngstu börnin eigi öruggt pláss á leikskóla. Húsnæðisvandinn í Reykjavík er risastórt velferðarmál sem þarf að taka föstum tökum og leysa. Mörg tækifæri liggja í því að nýta tæknina til að stytta biðtíma og auka gagnsæi. Sveigjanleiki er lykilatriði í því að hægt sé að byggja upp fjölbreytt og gott húsnæði eftir þörfum borgarbúa.“ Reykjavíkurborg eigi miklu meira inni og eigi að geta verið frábær staður fyrir alla íbúa hennar - óháð aldri, lífsstíl, fjölskyldumynstri eða hverfum. „Reynsla mín úr atvinnulífinu, nefnda- og stjórnarsetum og sem íbúi Reykjavíkur veitir mér góðan grundvöll til að takast það verkefni á hendur. Ég vil gera borgina betri fyrir okkur öll.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira