Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hjúkrunardeild fyrir eldri Covid-19 sjúklinga opnuð á Eir

Í dag verður opnuð á hjúkrunarheimilinu Eir sérstök hjúkrunareining fyrir covid-sjúklinga. Deildin er einkum hugsuð sem sérstakt úrræði fyrir íbúa á hjúkrunarheimilum sem veikjast af völdum Covid-19 og þurfa á sólarhringsumönnun að halda og einnig aldraða sem geta ekki haldið einangrun heima og þurfa umönnun.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Flugmálayfirvöld búa sig undir að eldgos í Grímsvötnum geti valdið verulegum truflunum á flugumferð, bæði hérlendis og inn í Evrópu. Eldstöðin er komin á appelsínugula viðvörun gagnvart alþjóðaflugi, sem táknar vaxandi líkur á gosi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra Noregs fallinn frá

Kåre Willoch, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Hægriflokksins, er látinn 93 ára gamall. Flokkurinn greinir frá í tilkynningu þar sem fram kemur að hann hafi lognast út af á heimili sínu í hverfinu Ullern í Osló.

Heldur starfinu en þarf að greiða sekt

Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu sem leystur var frá störfum í nóvember í fyrra vegna framkvæmdar handtöku í Hafnarfirði er aftur kominn til starfa. Hann þarf að greiða eitt hundrað þúsund króna sekt vegna þess hvernig hann beitti kylfu sinni.

Ók of nærri næsta bíl og sveigði yfir á rangan vegarhelming

Karlmaður á tíræðisaldri sem lést í kjölfar umferðarslyss í Hrunamannahreppi sumarið 2020 ók bíl sínum of nálægt næsta bíl á undan. Hann gætti ekki að því þegar bíllinn á undan honum hægði á sér, ók yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt.

Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu

Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni.

„Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta“

Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, segir mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til Íslands frá Orlando í Flórída. Hann kallar eftir meiri þjónustu við farþega að vetri til sem gangi úr flugvélunum niður brattar tröppur sem geti verið hálar og stórhættulegar.

Ósammála um þyngd refsingar í nauðgunarmáli í Landsrétti

Karol Wasilewski hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Landsréttur staðfesti dóm héraðdóms í dag en einn Landsréttardómari vildi þyngja dóminn í þriggja ára fangelsi. Karol þarf að greiða konunni sem hann braut á 1,8 milljónir króna í bætur.

Vill ryðja brautina fyrir aðra tvíkynhneigða

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það hafa tekið langan tíma að átta sig á því að hann væri tvíkynhneigður. Hann telur samfélagið opnara fyrir tvíkynhneigðum konum en körlum.

Ásdís Halla ráðin til að undirbúa nýtt ráðuneyti Áslaugar Örnu

Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu þar sem segir að Ásdís muni mun starfa hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti en vinna náið með öðrum starfsmönnum Stjórnarráðsins að þessu verkefni. 

Sjá meira