Hjördís Ýr Johnson gefur kost á sér í 2. sætið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2022 16:31 Hjördís Ýr Johnson gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi 12. mars. Hjördís Ýr Johnson gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi 12. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hjördísi. Hjördís hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs frá árinu 2014 og jafnframt í framkvæmdastjórn bæjarins allan þann tíma. Í tilkynningunni segir að hennar áhersla er á ábyrgan og traustan rekstur um leið og haldið er uppi öflugu þjónustustigi bæjarins. „Sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar setti Hjördís í forgang að bæta umferðaröryggi barna, stækka göngu- og hjólastígakerfi bæjarins, koma á hreinsunarátaki á atvinnusvæðum og samræma lausnir í flokkun á sorpi. Síðustu fjögur ár hefur Hjördís, sem varaformaður skipulagsráðs, komið að byggingu nýrra hverfa í Glaðheimum, Smáranum, miðbænum og á Kársnesinu sem er eitt athyglisverðasta uppbyggingarsvæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem afþreying, ný fyrirtæki og veitingahús hafa aukið gæði íbúa,“ segir í tilkynningunni. Í ljósi traustrar fjárhagsstöðu bæjarins segist Hjördís vilja hraða uppbyggingu skóla- og vegamannvirkja. „Markmiðið er að flýta byggingu leikskóla og bjóða yngri börnum leikskólavist ásamt því að stækka grunnskólana í þéttingarhverfum bæjarins. Sem fyrr leggur hún áherslu á fegrun bæjarins, vistlegar götur og falleg græn svæði.“ Hjördís hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Hún er framleiðslustjóri StudioM, framleiðsludeildar Árvakurs. Áður hafði hún séð um markaðsmál Árvakurs, verið útsendingarstjóri frétta á Stöð 2 og dagskrárframleiðandi hjá Stöð 2 og Skjá einum. Auk þess hefur hún starfað og tekið þátt í uppbyggingu Nordic Photos. Sem fyrrum Dale Carnegie þjálfari leggur Hjördís mikið upp úr góðum mannlegum samskiptum og leiðtogafærni og hefur hún hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir að vera í hópi þriggja bestu Dale Carnegie þjálfara í Evrópu. Hjördís er með BA-gráðu í fjölmiðlun og sjónvarpsþáttagerð frá Emerson College í Boston og stundaði meistaranám í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands. Hún er í sambúð með Árna Friðleifssyni, aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og saman eiga þau fimm börn á aldrinum 19-25 ára. Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Hjördís hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs frá árinu 2014 og jafnframt í framkvæmdastjórn bæjarins allan þann tíma. Í tilkynningunni segir að hennar áhersla er á ábyrgan og traustan rekstur um leið og haldið er uppi öflugu þjónustustigi bæjarins. „Sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar setti Hjördís í forgang að bæta umferðaröryggi barna, stækka göngu- og hjólastígakerfi bæjarins, koma á hreinsunarátaki á atvinnusvæðum og samræma lausnir í flokkun á sorpi. Síðustu fjögur ár hefur Hjördís, sem varaformaður skipulagsráðs, komið að byggingu nýrra hverfa í Glaðheimum, Smáranum, miðbænum og á Kársnesinu sem er eitt athyglisverðasta uppbyggingarsvæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem afþreying, ný fyrirtæki og veitingahús hafa aukið gæði íbúa,“ segir í tilkynningunni. Í ljósi traustrar fjárhagsstöðu bæjarins segist Hjördís vilja hraða uppbyggingu skóla- og vegamannvirkja. „Markmiðið er að flýta byggingu leikskóla og bjóða yngri börnum leikskólavist ásamt því að stækka grunnskólana í þéttingarhverfum bæjarins. Sem fyrr leggur hún áherslu á fegrun bæjarins, vistlegar götur og falleg græn svæði.“ Hjördís hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Hún er framleiðslustjóri StudioM, framleiðsludeildar Árvakurs. Áður hafði hún séð um markaðsmál Árvakurs, verið útsendingarstjóri frétta á Stöð 2 og dagskrárframleiðandi hjá Stöð 2 og Skjá einum. Auk þess hefur hún starfað og tekið þátt í uppbyggingu Nordic Photos. Sem fyrrum Dale Carnegie þjálfari leggur Hjördís mikið upp úr góðum mannlegum samskiptum og leiðtogafærni og hefur hún hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir að vera í hópi þriggja bestu Dale Carnegie þjálfara í Evrópu. Hjördís er með BA-gráðu í fjölmiðlun og sjónvarpsþáttagerð frá Emerson College í Boston og stundaði meistaranám í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands. Hún er í sambúð með Árna Friðleifssyni, aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og saman eiga þau fimm börn á aldrinum 19-25 ára.
Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent