Dómur þyngdur yfir manni sem nauðgaði tveimur konum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2022 15:12 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Joshua Ikechukwu Mogbolu hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að nauðga tveimur konum hér á landi árið 2020. Fyrra brotið átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020 og hin síðari norðan heiða í júlí sama ár. Mogbolu var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í júlí 2021. Á þeim tíma sem þá dómur féll sat hann í gæsluvarðhaldi grunaður um þriðju nauðgunina sem sögð var hafa átt sér stað nokkrum vikum fyrr. Fram kom í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum að Mogbolu væri af nígerískum uppruna og hefði komið hingað til lands árið 2016. Dregin niður í kjallara Mogbulu kynntist konunni sem hann braut gegn á höfuðborgarsvæðinu úti á lífinu. Í dómi héraðsdóms kom fram að hún hefði endurtekið neitað honum um kynmök og á einum tímapunkti reynt að komast undan áður. Mogbulu náði henni, dró hana niður í kjallara og hélt brotum sínum áfram. Konan flúði íbúðina á hlaupum eftir að hann hafði lokið sér af. Fór hún á neyðarmóttöku þar sem hugað var að henni. Héraðsdómur mat framburð konunnar mun trúverðugri en mannsins sem sagði kynmök hafa verið stunduð með vilja beggja. Síðari nauðgunin fyrir norðan Síðara brotið átti sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í júlí 2020. Mogbolu og konan í því tilviki höfðu átt í samskiptum á samfélagsmiðlum áður en þau hittust og fóru í bíltúr. Ók hún með honum á heimili þar sem tveir vinir hans voru. Þar hafði hann samræði við konuna án hennar samþykkis inni á baðherbergi. Konan sagðist hafa endurtekið neitað því að vilja stunda kynlíf en ekki verið á hana hlustað. Karlmaðurinn vildi meina, líkt og í fyrra brotinu, að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð konunnar trúverðugan á meðan hið sama mætti ekki segja um frásögn mannsins. Var hann í héraði dæmdur til að greiða fyrri konunni tvær milljónir í miskabætur en þeirri síðari 1,3 milljónir króna. Dómurinn verður birtur á vef Landsréttar upp úr klukkan 15:30. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dæmdur nauðgari í sex mánaða gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna Joshua Ikechukwu Mogbolu, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um nauðgun, hefur verið úrskurðaður í sex mánaða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 20. júlí 2021 11:13 Dæmdur nauðgari í gæsluvarðhaldi, grunaður um þriðju nauðgunina Kynferðisafbrotamaður sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tvær nauðganir í síðustu viku situr í gæsluvarðhaldi grunaður um þriðju nauðgunina. 15. júlí 2021 12:00 4,5 ár í fangelsi fyrir að nauðga konum fyrir sunnan og norðan Joshua Ikechukwu Mogbolu hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir endurteknar nauðganir árið 2020. 9. júlí 2021 16:51 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Mogbolu var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í júlí 2021. Á þeim tíma sem þá dómur féll sat hann í gæsluvarðhaldi grunaður um þriðju nauðgunina sem sögð var hafa átt sér stað nokkrum vikum fyrr. Fram kom í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum að Mogbolu væri af nígerískum uppruna og hefði komið hingað til lands árið 2016. Dregin niður í kjallara Mogbulu kynntist konunni sem hann braut gegn á höfuðborgarsvæðinu úti á lífinu. Í dómi héraðsdóms kom fram að hún hefði endurtekið neitað honum um kynmök og á einum tímapunkti reynt að komast undan áður. Mogbulu náði henni, dró hana niður í kjallara og hélt brotum sínum áfram. Konan flúði íbúðina á hlaupum eftir að hann hafði lokið sér af. Fór hún á neyðarmóttöku þar sem hugað var að henni. Héraðsdómur mat framburð konunnar mun trúverðugri en mannsins sem sagði kynmök hafa verið stunduð með vilja beggja. Síðari nauðgunin fyrir norðan Síðara brotið átti sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í júlí 2020. Mogbolu og konan í því tilviki höfðu átt í samskiptum á samfélagsmiðlum áður en þau hittust og fóru í bíltúr. Ók hún með honum á heimili þar sem tveir vinir hans voru. Þar hafði hann samræði við konuna án hennar samþykkis inni á baðherbergi. Konan sagðist hafa endurtekið neitað því að vilja stunda kynlíf en ekki verið á hana hlustað. Karlmaðurinn vildi meina, líkt og í fyrra brotinu, að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð konunnar trúverðugan á meðan hið sama mætti ekki segja um frásögn mannsins. Var hann í héraði dæmdur til að greiða fyrri konunni tvær milljónir í miskabætur en þeirri síðari 1,3 milljónir króna. Dómurinn verður birtur á vef Landsréttar upp úr klukkan 15:30.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dæmdur nauðgari í sex mánaða gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna Joshua Ikechukwu Mogbolu, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um nauðgun, hefur verið úrskurðaður í sex mánaða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 20. júlí 2021 11:13 Dæmdur nauðgari í gæsluvarðhaldi, grunaður um þriðju nauðgunina Kynferðisafbrotamaður sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tvær nauðganir í síðustu viku situr í gæsluvarðhaldi grunaður um þriðju nauðgunina. 15. júlí 2021 12:00 4,5 ár í fangelsi fyrir að nauðga konum fyrir sunnan og norðan Joshua Ikechukwu Mogbolu hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir endurteknar nauðganir árið 2020. 9. júlí 2021 16:51 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Dæmdur nauðgari í sex mánaða gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna Joshua Ikechukwu Mogbolu, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um nauðgun, hefur verið úrskurðaður í sex mánaða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 20. júlí 2021 11:13
Dæmdur nauðgari í gæsluvarðhaldi, grunaður um þriðju nauðgunina Kynferðisafbrotamaður sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tvær nauðganir í síðustu viku situr í gæsluvarðhaldi grunaður um þriðju nauðgunina. 15. júlí 2021 12:00
4,5 ár í fangelsi fyrir að nauðga konum fyrir sunnan og norðan Joshua Ikechukwu Mogbolu hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir endurteknar nauðganir árið 2020. 9. júlí 2021 16:51