Ósáttur við að vinalisti á Facebook hafi ratað í vinnustaðagreiningu Persónuvernd segir að vinnsla vinnuveitanda á persónuupplýsingum um starfsmenn geti talist eðlilegur þáttur í starfsemi hans. Starfsmaður fyrirtækis nokkurs kvartaði yfir því að vinnuveitandi hefði notað upplýsingar af vinalista starfsmannsins á Facebook við vinnustaðagreiningu. 22.6.2021 15:51
Stúlkurnar voru í uppblásinni sundlaug á Þingvallavatni Stúlkurnar þrjár sem bjargað var úr Þingvallavatni að morgni föstudagsins 18. júní voru í uppblásinni sundlaug á vatninu. Þetta kemur fram í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi en áður hafði komið fram að um uppblásin bát væri að ræða. 22.6.2021 14:57
Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Haukur Harðarson íþróttafréttamaður hjá Ríkisútvarpinu er horfinn af skjánum í bili að minnsta kosti. Haukur hefur tekið við starfi sem sérfræðingur í miðlun og þróun hjá Samkeppniseftirlitinu. 22.6.2021 13:10
Útför Johns Snorra frá Vídalínskirkju Útför Johns Snorra Sigurjónssonar fjallgöngumanns verður frá Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan 13 í dag. 22.6.2021 12:54
Bein útsending: Framtíð íslensks sjávarútvegs og fiskeldis Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðar til ráðstefnu klukkan 13 í dag um framtíð íslensks sjávarútvegs og fiskeldis. 22.6.2021 12:15
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um skráningu Íslandsbanka í Kauphöllina en bankinn var hringdur inn í Kauphöllina í dag. Þar með er komin kona í forstjórahópinn. 22.6.2021 11:54
Sunneva svarar fyrir sig Sunneva Ása Weishappel, leikmyndahönnuður sjónvarpsþáttanna Kötlu sem eru í sýningu á Netflix, segir Arnar Orra Bjarnason, framkvæmdastjóra Irmu studio, vega að sér opinberlega í nýlegri Facebook-færslu. Um leið vinnu hennar, hugmyndum og hæfileikum. Hún geti því ekki annað en svarað fyrir sig. 22.6.2021 11:09
Ríkið sýknað af milljónakröfu Sigurðar G. í skattamáli Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson beið lægri hlut í dómsmáli sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna úrskurðar ríkisskattstjóra frá 2018 vegna vangoldinna skatta. Sigurður krafðist rúmlega 25 milljóna króna auk dráttarvaxta en héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af kröfunni. 21.6.2021 14:27
Enginn greindist með Covid-19 um helgina Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands föstudag, laugardag eða sunnudag. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. 21.6.2021 10:52
Sýknaður í Landsrétti eftir sextán ára dóm í héraði Lithái á sextugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru fyrir að hafa banað landa sínum á svipuðu reki í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Karlmaðurinn, Arturas Leimontas, var sakfelldur fyrir manndráp í héraðsdómi í janúar og dæmdur í sextán ára fangelsi. 18.6.2021 15:46
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent