Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur.

Meintur morðingi svarar fyrir sig í héraðsdómi

Aðalmeðferð í Bræðraborgarstígsbrunanum hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri, er sá fyrsti í Íslandssögunni til að vera ákærður fyrir að bana þremur. Reiknað er með því að hann gefi skýrslu fyrstur fyrir dómi í dag.

Nomadland valin best á Óskars­verð­launum

Kvikmyndin Nomadland fékk flestar styttur á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt, eða þrjár talsins. Hún var valin besta myndin, Frances McDormand hreppti hnossið sem besta leikkona í aðalhlutverki og Chloé Zhao var valin besti leikstjórinn.

Stoltir Húsvíkingar sáu á eftir Óskarsverðlaunum

Húsvíkingar geta gengið sáttir frá borði þótt lagið Husavik úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafi ekki unnið verðlaun fyrir besta lagið á Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin.

Fjöldi barna á Eyrarbakka og Stokkseyri í sóttkví

Öll börn í 1. til 6. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þurfa að fara í sóttkví til þriðjudags þar sem þau voru útsett fyrir Covid-19 smiti. Nemandi við skólann greindist með Covid-19 á laugardag.

Vaktin: Heimurinn horfði á stúlknakór við Húsavíkurhöfn

Íslendingar hringdu inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sanden söng lag sitt Husavik - My Home Town með bakröddum úr heimabyggð, nefnilega stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla.

Sóttu að Bjarna og skilja ekkert í breyttum viðmiðum

Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar þingmenn mættu í pontu hver á fætur öðrum og sögðu að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í gær um ráðstafanir á landamærunum hefði verið illskiljanlegur.

Sjá meira