Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

McGregor þaggar niður í orð­rómi

Írski UFC bardagakappinn Conor McGregor hefur gert sitt í því að þagga niður í orðrómi þess efnis að hann muni ekki snúa aftur í bardagabúrið þann 29.júní næstkomandi gegn Michael Chandler. Írinn birti tíu myndbönd á samfélagsmiðlum á dögunum þar sem má sjá hann æfa af krafti fyrir komandi bardaga.

Heldur út í at­vinnu­mennsku og ætlar sér fast sæti í lands­liðinu

Komið er að tíma­mótum á ferli skyttunnar ungu, Þor­steins Leós Gunnars­sonar. Hann kveður nú upp­eldis­fé­lag sitt Aftur­eldingu með trega og heldur út í at­vinnu­mennskuna í Portúgal þar sem að hann hefur samið við Porto. Mark­mið Þor­steins næstu árin á hans ferli snúa mikið að ís­lenska lands­liðinu. Hann ætlar sér að verða fasta­maður í því liði.

Stór fáni af Pétri dreginn upp í Stokk­hólmi: „Farið til hel­vítis“

Segja má að Pétur Marteins­son, fyrr­verandi at­vinnu- og lands­liðs­maður í fótbolta, hafi skilið eftir sig al­vöru fót­spor hjá sænska úr­vals­deildar­fé­laginu Hammar­by eftir tíma sinn þar sem leik­maður. Það sýndi sig einna best um ný­liðna helgi er gríðar­stór fáni, mynd af honum á eftir­minni­legri stundu, var dreginn upp í einni af stúkum Tele2 leik­vangsins í Stokk­hólmi. Pétur fékk veður af þessu og hefur gaman að, segir þetta til marks um ríginn sem ríkir milli þessara nágranna í Stokkhólmi.

Meiðslalisti ís­lenska lands­liðsins lengist enn frekar

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. 

Hvar er Conor McGregor? | „Vil ekki vera boð­beri slæmra frétta“

Lítið hefur sést til írska vél­byssu­kjaftsins Conor McGregor, bar­daga­kappa UFC, undan­farna daga og þykir það mjög svo ó­venju­legt. Sér í lagi þar sem að að­eins nokkrar vikur eru í endur­komu hans í bar­daga­búrið. Blaða­manna­fundi hans og verðandi and­stæðings hans í búrinu, Michael Chandler var af­lýst með mjög svo skömmum fyrir­vara í upp­hafi vikunnar og hafa miklar get­gátur farið af stað um á­stæðu þess. Flestar þeirra beinast að hinum skraut­lega Conor McGregor.

Leitaði ráða hjá Rio Ferdinand áður en hann tók flugið til Ísa­fjarðar

Það vakti gífurlega athygli þegar að Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins setti inn athugasemd við myndband sem að Besta deildin setti inn á Instagram af marki Toby King, leikmanns Vestra gegn Stjörnunni á dögunum. Ferdinand er náinn fjölskylduvinur Toby og hefur hann geta leitað ráða hjá honum í gegnum sinn feril í fótboltanum.

McGregor sendir frá sér yfir­lýsingu

Írski bar­daga­kappinn Conor McGregor sendi í gær frá sér yfir­lýsingu varðandi ó­vænta at­burða­rás sem varð til þess að blaða­manna­fundi hans og Michael Chandler í Dublin fyrir UFC 303 bar­daga­kvöldið var af­lýst. Yfir­lýsing McGregor svarar engum spurningum, er fremur loðin og eftir sitja margar spurningar.

Sjá meira