Eins og staðan er í dag útilokar Klopp að snúa aftur í þjálfun Jurgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, segir að eins og staðan sé í dag útiloki hann að snúa aftur í þjálfun. Afstaða sem gæti breyst innan nokkurra mánaða en Þjóðverjinn segist of ungur til þess að taka sér ekkert fyrir hendur. 31.7.2024 11:30
Ólafur skrifar undir nýjan samning: „Með verkefni sem við þurfum að klára“ Fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í Bónus deildinni í körfubolta, Ólafur Ólafsson, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Grindavík laut í lægra haldi gegn Val í úrslitaeinvígi deildarinnar á síðasta tímabili. Ólafur segir Grindavík vera með verkefni í höndunum sem þurfi að klára. 26.7.2024 15:01
„Martraðarbyrjun“ norska landsliðsins lýst sem fíaskói Óhætt er að segja að norska þjóðin sé í hálfgerðu sjokki eftir fremur óvænt tap ríkjandi Evrópumeistaranna í norska kvennalandsliðinu í handbolta gegn grönnum sínum frá Svíþjóð í fyrsta leik liðanna á Ólympíuleikunum í París. Íslendingurinn Þórir Hergeirsson er þjálfari liðsins en eftir tapið í gær hafa norskir fjölmiðlar farið hamförum. Kallað tapið „martraðarbyrjun.“ 26.7.2024 10:30
Frá Ástralíu til Íslands til að komast á leik kvöldsins: „Þetta er risastórt“ Skoska liðið St.Mirren heimsækir Val í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Er um að ræða fyrri leik liðanna 2.umferð undankeppninnar. Stuðningsmenn liðsins hafa sett svip sinn á mannlífið í Reykjavíkurborg. Einn þeirra á að baki lengra ferðalag en hinir. Sá heitir Colin Bright. Hann flaug hingað til lands alla leið frá Ástralíu til að mæta á leik kvöldsins á N1 vellinum að Hlíðarenda. 25.7.2024 17:46
Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25.7.2024 15:56
Hjarta Guðmundar slær með St. Mirren: Mæta Val í kvöld Þrátt fyrir að hjarta fyrrverandi landsliðsmannsins í knattspyrnu, Guðmundar Torfasonar, slái með skoska liðinu St. Mirren er erfitt fyrir hann halda ekki með íslenskri knattspyrnu í kvöld þegar að Valsmenn taka á móti skoska liðinu í fyrri leik þeirra í 2.umferð Sambandsdeildar Evrópu. 25.7.2024 14:00
Evrópuveisla á Stöð 2 Sport í kvöld Óhætt er að segja að framundan sé spennandi Evrópukvöld hér landi. Fjögur Bestu deildar lið verða í eldlínunni í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu, leikir sem verða allir sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. 25.7.2024 09:42
„Þegar mamma er glöð, þá eru allir glaðir“ Það eru margir sem ráku upp stór augu þegar að Afturelding greindi frá því að markvörðurinn Jökull Andrésson kæmi á láni til félagsins frá enska liðinu Reading. Þar með tekur hann slaginn með liðinu í Lengjudeildinni út tímabilið. Það eru margir á því að Jökull gæti spilað á hærra getustigi. Hann elskar hins vegar pressuna sem fylgir því að vera kominn aftur í uppeldisfélagið í Mosfellsbæ. 24.7.2024 09:01
Reynslumikill maður ráðinn í brúna hjá Formúlu 1 liði Audi Ítalinn Mattia Binotto, fyrrverandi liðsstjóri Formúlu 1 liðs Ferrari, hefur verið ráðinn yfirmaður Formúlu 1 liðs Audi sem tekur sæti í mótaröðinni frá og með tímabilinu 2026. 23.7.2024 16:31