Áþekkt veður en hámarkshiti gæti komist yfir frostmark Reikna má með áþekku veðri í dag nema að hámarkshiti dagsins gæti sums staðar komist yfir frostmark, einkum sunntil á landinu. Frost verður þó almennt á bilinu þrjú til sextán stig. 16.3.2023 07:12
Vaktin: Ragnar Þór endurkjörinn formaður Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endurkjörinn formaður VR og ný stjörn kjörin. Úrslitin voru kynnt frambjóðendum um klukkan 13:30 í dag. Ragnar Þór hlaut 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu. Kosningaþátttaka var rétt rúmlega 30 prósent og hefur aldrei verið meiri í sögu félagsins. 15.3.2023 12:03
Heiða Kristín ráðin framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans Heiða Kristín Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans. Hún hefur við starfinu í sumar en hún hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Niceland Seafood auk þess að hafa komið að stofnun og rekstri hugbúnaðarfyrirtækja hérlendis og í Bandaríkjunum. 15.3.2023 11:58
Bein útsending: Kynning á skýrslu um eflingu kornræktar Ný skýrsla um eflingu kornræktar, sem unnin var af Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir matvælaráðuneytið, verður kynnt á sérstökum kynningarfundi á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 11. 15.3.2023 10:31
Lánar Landsneti um níu milljarða fyrir nýrri kynslóð byggðalína Evrópski fjárfestingarbankinn hefur lánað Landsneti 63,7 milljónir dollara, jafnvirði níu milljarða króna, fyrir nýrri kynslóð byggðalínu. 15.3.2023 08:57
Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15.3.2023 08:45
Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. 15.3.2023 07:42
Ekkert handrit hentaði sem verðlaunasaga Íslensku barnabókaverðlaunin verða ekki veitt í ár. Dómnefnd Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka hefur nú lesið þau handrit sem bárust í samkeppnina í ár og er niðurstaða hennar sú að ekkert þeirra henti sem verðlaunasaga. 15.3.2023 07:30
Frost að fimmtán stigum en gæti sést í rauðar tölur á morgun Líkt og verið hefur er norðlæg átt yfir landinu og verður víða léttskýjað sunnan- og vestantil. Reikna má með éljum um landið norðaustanvert, en léttir smám saman til þar þegar líður á daginn. 15.3.2023 07:12
Sveinbjörn nýr framkvæmdastjóri hjá Fossum Sveinbjörn Sveinbjörnsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eignastýringar Fossa fjárfestingarbanka. 14.3.2023 14:18