Jóna Katrín nýr skólameistari ML Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Jónu Katrínu Hilmarsdóttur í embætti skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni til fimm ára frá 15. febrúar 2023. 13.2.2023 15:13
Tveir fluttir á sjúkrahús eftir sprengingu á bensínstöð við Álfheima Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um sprengingu við bensínstöð Olís á mótum Álfheima og Suðurlandsbraut skömmu fyrir klukkan 14:30 í dag. Tveir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. 13.2.2023 14:36
Agl, Blom, Výrin, Ganna og Jóga færð í mannanafnaskrá Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðnir um eiginnöfnin Agl, Výrin og Blom og fært nöfnin á mannanafnaskrá yfir kynhlutlaus nöfn. 13.2.2023 14:29
Ásgerður tekur sæti Gylfa í peningastefnunefnd Seðlabankans Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Ásgerði Pétursdóttur, lektor í hagfræði við Háskólann í Bath á Englandi, í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands frá 21. febrúar næstomandi. Ásgerður er skipuð til næstu fimm ára. Hún tekur við sæti Gylfa Zoëga sem setið hefur í peningastefnunefnd frá árinu 2009 en hann hefur setið hámarksskipunartíma í nefndinni. 13.2.2023 13:46
Selur helmingshlut í Íslenska vetnisfélaginu til fransks fyrirtækis Orkan hefur selt helmingshlut í Íslenska vetnisfélaginu til franska fyrirtækisins Qair. 13.2.2023 10:32
Munu ekki ónáða gesti og öryggisverðir fylgi ekki verkfallsvörðum Forsvarsmenn Eflingar og Íslandshótela hafa náð samkomulagi um framkvæmd verkfallsvörslu á hótelum Íslandshótela. 13.2.2023 09:46
Tveir fluttir á bráðadeild eftir árekstur á Reykjanesbraut Reykjanesbraut er lokuð í báðar áttir vegna umferðarslyss sem varð á einbreiða kaflanum sunnan við álverið í Straumsvík í Hafnarfirði á níunda tímanum í morgun. 13.2.2023 08:56
Truflanir í netbönkum vegna bilunar Bilun er nú í kerfum Reiknistofu bankanna sem veldur því að truflanir eru í greiðsluaðgerðum í netbönkum. 13.2.2023 08:30
Liðsmaður De La Soul látinn Bandaríski tónlistarmaðurinn David Jolicoeur, einnig þekktur sem Trugoy the Dove, er látinn, 54 ára að aldri. Hann var liðsmaður hiphop-sveitarinnar De La Soul. 13.2.2023 07:54
Sunnan hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Landsmenn mega reikna með sunnan hvassviðri eða stormi í dag Rigning verður um sunnan- og vestanvert landið en yfirleitt þurrt norðan- og austanlands. 13.2.2023 07:13