Tvö umferðarslys á Miklubraut í morgun Tilkynnt var um tvö umferðarslys á Miklubraut í Reykjavík í morgun, annað til móts við Skeifuna og hinn við Stakkahlíð á leið vestur. 10.6.2022 12:42
Um 150 til 200 nú að greinast með Covid-19 daglega Undanfarna daga hefur tilfellum þeirra sem hafa greinst með Covid-19 verið að fjölga og greinast nú á milli 150 og tvö hundruð einstaklingar daglega hér á landi. Sömuleiðis hefur inniliggjandi með Covid-19 fjölgað á Landspítalanum síðustu daga en þar eru nú átta manns með sjúkdóminn og þar af einn á gjörgæslu. 10.6.2022 11:04
Sigþrúður ráðin framkvæmdastjóri Siðmenntar Sigþrúður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Siðmenntar. Hún tekur við starfinu af Siggeiri Fannari Ævarssyni sem var sagt upp störfum í lok apríl. 10.6.2022 10:28
Twin Peaks-söngkonan Julee Cruise er látin Bandaríska söngkonan Julee Cruise, sem er hvað þekktust fyrir að syngja upphafslag Twin Peaks-þáttanna, er látin. Hún varð 65 ára gömul. 10.6.2022 09:09
Hæstiréttur fellst á að taka fyrir mál Jóns Ársæls Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Jóns Ársæls Þórðarsonar sem dæmdur var í Landsrétti til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt og sýndir voru í Ríkissjónvarpinu, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. 10.6.2022 08:09
Ferðamönnum í pakkaferðum nú hleypt inn í landið Stjórnvöld í Japan hafa nú létt á takmörkunum fyrir erlenda ferðamenn og byrjað að staðfesta vegabréfsáritanir á nýjan leik. Það á þó einungis við ferðamenn í pakkaferðum og sem samþykkja að fylgja stífum reglum landsins um grímuskyldu og aðrar sóttvarnaaðgerðir. 10.6.2022 07:45
Leifar af hvassviðri gærdagsins enn með suðurströnd landsins Leifar af hvassviðri gærdagsins eru enn með suðurströnd landsins og eru gular viðvaranir í gildi þar fram á eftirmiðdag, til klukkan 14 á Suðurlandi og klukkan 16 á Suðausturlandi. 10.6.2022 07:15
Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi. 9.6.2022 15:08
Hættir hjá Strætó og hefur störf hjá Tvist Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, hefur verið ráðinn sem hugmynda- og textasmiður og ráðgjafi í almannatengslum hjá auglýsingastofunni Tvist. 9.6.2022 14:31
Opna hótel í sögufrægu húsi á Siglufirði Keahótel hafa opnað nýtt gistihús á Siglufirði, Salt, sem staðsett er í sögufrægu húsi sem áður hýsti Hótel Hvanneyri og var fyrst starfrækt árið 1934. 9.6.2022 14:18