Fimmti fjölmennasti marsmánuðurinn Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 101 þúsund í nýliðnum marsmánuði. Í sögulegu samhengi þá er um að ræða fimmta fjölmennasta marsmánuðinn frá því mælingar hófust. 11.4.2022 11:36
Tvær konur á áttræðisaldri með Covid-19 létust um helgina Tvær konur á áttræðisaldri með Covid-19 létust á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi um helgina. 11.4.2022 09:48
Jón Fannar nýr forstjóri Nanitor Jón Fannar Karlsson Taylor hefur verið ráðinn sem forstjóri íslenska netöryggisfyrirtækisins Nanitor. 11.4.2022 09:00
Boðar til kosninga í maí Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 21. maí næstkomandi. Ríkisstjórnarflokkarnir eru nú samtals með 76 þingmenn sem er lágmarksfjöldi þingmanna til að verja ríkisstjórn falli. 11.4.2022 08:46
Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut. 11.4.2022 07:47
Samþykkja kauptilboð í Tý og Ægi Ríkiskaup hafa samþykkt kauptilboð í varðskipin Tý og Ægi. Kaupandinn er íslenskur og kaupir hann bæði skipin en nafn hans hefur ekki verið gefið upp. 11.4.2022 07:38
Vaxandi norðausturátt og hvassast syðst Hægfara skil eru nú skammt suður af landinu og fylgir þeim vaxandi norðaustanátt, tíu til átján metrar á sekúndu í dag þar sem hvassast verður syðst á landinu, en hægari vindur um landið austanvert. 11.4.2022 07:16
Finnar sparka líka rússneskum embættismönnum úr landi Stjórnvöld í Finnlandi hafa ákveðið að sparka tveimur rússneskum embættismönnum úr landi vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. Ísland er þar með eina ríkið á Norðurlöndum sem ekki hefur vísað rússneskum embættismönnum úr landi. 8.4.2022 13:36
Formannsskipti hjá Frjálslynda flokknum í Svíþjóð Nyamko Sabuni, formaður Frjálslynda flokksins í Svíþjóð, hefur tilkynnt að hún hafi ákveðið að láta af embætti formanns. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð næsta haust og hafa skoðanakannanir síðustu misserin allar bent til að mikil hætta sé á að flokkurinn muni detta út af þingi. 8.4.2022 12:03
Matthías í Hatara til Brandenburg Matthías Tryggvi Haraldsson hefur verið ráðinn sem texta- og hugmyndasmiður á auglýsingastofunni Brandenburg. 8.4.2022 11:19