RÚV segir frá þessu en flokkarnir mynduðu saman meirihluta á nýliðnu kjörtímabili og hafa átt í viðræðum síðustu daga um hvort grundvöllur væri fyrir áframhaldandi samstarf.
Þeir þrír flokkar sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag – Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin – fengu allir þrjá fulltrúa kjörna í kosningunum. Bætti Framsókn þar við sig manni og missti Sjálfstæðisflokkurinn einn.
Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks segja að til tíðinda muni draga síðar í dag þó að ekki liggi fyrir hvort að von sé á viðræðum um meirihlutasamstarf milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks.
Oddvitar allra lista sem fram buðu á Akranesi voru sammála um það fyrir kosningar að leitast yrði eftir að fá Sævar Freyr Þráinsson til að gegna áfram stöðu bæjarstjóra.