Opna Bæjarins beztu við Hlemm og hressa upp á útlit 10-11 Bæjarins bestu pylsur hafa opnað stað inni í verslun 10-11 sem stendur á Laugavegi við Hlemm. Opnun staðarins í versluninni, auk nýs staðar Sbarro á sama stað, kemur á sama tíma og Orkan, sem rekur verslanir 10-11, hefur gert breytingar á útliti verslananna. 8.4.2022 10:28
Ingvar nýr framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma Ingvar Stefánsson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma (KGRP) frá og með 1. maí næstkomandi. Hann tekur við starfinu af Þórsteini Ragnarssyni sem gengt hefur starfi forstjóra síðastliðin rúm 26 ár. 8.4.2022 09:59
Braust inn í flutningabíla og reyndi að flýja frá lögreglu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann í annarlegu ástandi sem hafði verið reyna að brjóta sér leið inn í flutningabíla í hverfi 104 í Reykjavík. Hann reyndi svo að hlaupa á brott frá lögreglu. 8.4.2022 08:05
Fínasta veður á landinu en stöku él norðan og austantil Veðurstofan gerir ráð fyrir fínasta veðri á landinu í dag með norðlægri eða breytilegri átt og þremur til átta metrum á sekúndu. Skýjað verður með köflum en stöku él norðan- og austanlands. 8.4.2022 07:34
Einn fluttur í sjúkraflugi á Landspítalann Aðgerðum björgunarsveitarmanna í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur lauk nokkru fyrir miðnætti, þar sem þrír bandarískir ferðamenn höfðu lent í snjóflóði um klukkan sjö í gærkvöldi. Einn þeirra var fluttur á Landspítalann með sjúkraflugi og tveir á Sjúkrahúsið á Akureyri. 8.4.2022 07:16
Vaktin: Evrópusambandið bætir í refsiaðgerðir Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa nú gera árásir á Odesa frá Svartahafi. Innviðir hafi orðið fyrir skemmdum. Breska varnarmálaráðuneytið segir að svo virðist sem Rússar hafi nú alfarið yfirgefið norðurhluta landsins. 8.4.2022 06:49
Bein útsending: Fundur um innviði á Norðurlandi Samtök iðnaðarins, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Landsnet boða til opins fundar um innviði á Norðurlandi í Hofi á Akureyri milli klukkan 16 og 18. 7.4.2022 15:31
Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7.4.2022 14:45
Hátt verðskilti Orkunnar á Nesinu féll Stærðarinnar skilti Orkunnar við Austurströnd á Seltjarnarnesi, sem sýndi lítraverðið á bensíni og dísil, fór á hliðina í hvassviðrinu sem gekk yfir suðvesturhornið í fyrrinótt. 7.4.2022 12:52
Fá milljónir frá ríkinu vegna ofrukkunar á eftirlitsgjaldi á raftæki Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að endurgreiða ELKO tæpar nítján milljónir króna, auk vaxta og dráttarvaxta, vegna of hárrar skattainnheimtu vegna sérstaks eftirlitsgjalds á raftæki þar sem ekki hafði verið sýnt fram á eftirlitsvinna hafi verið í samræmi við gjöld. 7.4.2022 10:34