Umferðarslys á Bústaðarvegi, Kringlumýrarbraut og Nýbýlavegi í gærkvöldi Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2022 06:13 Tilkynnt var um bílveltu á Bústaðarvegi um 20:30 í gærkvöldi Vísir/Vilhelm Nokkuð var um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Um klukkan hálf níu í gærkvöldi var tilkynnt um bílveltu á Bústaðarvegi en þar urðu þó ekki slys á fólki. Í dagbók lögreglu segir að ökumaður hafi þar verið grunaður um ölvun við akstur og að lokinni sýnatöku hafi hann verið vistaður í fangageymslu. Skemmdir urðu á götuvita vegna veltunnar og var bíllinn fjarlægður af vettvangi. Um 23:30 var tilkynnt um umferðaróhapp á Kringlumýrarbraut þar sem bíl hafði verið ekið aftan á annan. „Tjónþoli kvartaði um verki í kálfa og höfði, ætlaði sjálfur í skoðun á Bráðadeild. Tjónvaldur var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var hann að lokinni sýnatöku vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Báðar bifreiðar fluttar af vettvangi með Króki.“ Um svipað leyti var tilkynnt um umferðaróhapp á Nýbýlavegi í Kópavogi. Þar hafði verið ekið á ljósastaur og mun tjónvaldur hafa ekið af vettvangi án þess að tilkynna tjónið. Orkuveitu var tilkynnt um tjónið vegna mögulegrar hætta við staurinn. Grunaðir um vörslu fíkniefna Skömmu fyrir klukkan 20 í gærkvöldi voru tveir menn í bíl handteknir í miðborginni vegna gruns um vörslu fíkniefna sem vöru haldlögð. Mennirnir voru lausir að lokinni skýrslutöku, en bíllinn var ótryggður og skráningarnúmer því klippt af. Um miðnætti óskaði vagnstjóri hjá Strætó eftir aðstoð vegna ölvaðs manns sem hann átti í vandræðum með að koma úr vagninum. Ölvaði maðurinn fékk aðstoð við að komast úr vagninum og var honum ekið á gististað sinn. Þá segir loks frá því að um klukkan 21 hafi verið tilkynnt um mikla fíkniefnalykt koma frá íbúð í Garðabæ. Hafði lögregla þar afskipti af konu sem þar býr og afhenti hún efnin. Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Kópavogur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Í dagbók lögreglu segir að ökumaður hafi þar verið grunaður um ölvun við akstur og að lokinni sýnatöku hafi hann verið vistaður í fangageymslu. Skemmdir urðu á götuvita vegna veltunnar og var bíllinn fjarlægður af vettvangi. Um 23:30 var tilkynnt um umferðaróhapp á Kringlumýrarbraut þar sem bíl hafði verið ekið aftan á annan. „Tjónþoli kvartaði um verki í kálfa og höfði, ætlaði sjálfur í skoðun á Bráðadeild. Tjónvaldur var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var hann að lokinni sýnatöku vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Báðar bifreiðar fluttar af vettvangi með Króki.“ Um svipað leyti var tilkynnt um umferðaróhapp á Nýbýlavegi í Kópavogi. Þar hafði verið ekið á ljósastaur og mun tjónvaldur hafa ekið af vettvangi án þess að tilkynna tjónið. Orkuveitu var tilkynnt um tjónið vegna mögulegrar hætta við staurinn. Grunaðir um vörslu fíkniefna Skömmu fyrir klukkan 20 í gærkvöldi voru tveir menn í bíl handteknir í miðborginni vegna gruns um vörslu fíkniefna sem vöru haldlögð. Mennirnir voru lausir að lokinni skýrslutöku, en bíllinn var ótryggður og skráningarnúmer því klippt af. Um miðnætti óskaði vagnstjóri hjá Strætó eftir aðstoð vegna ölvaðs manns sem hann átti í vandræðum með að koma úr vagninum. Ölvaði maðurinn fékk aðstoð við að komast úr vagninum og var honum ekið á gististað sinn. Þá segir loks frá því að um klukkan 21 hafi verið tilkynnt um mikla fíkniefnalykt koma frá íbúð í Garðabæ. Hafði lögregla þar afskipti af konu sem þar býr og afhenti hún efnin.
Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Kópavogur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira