Fjórir flokkar hafa nú farið fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi Fjórir stjórnmálaflokkar hafa nú farið fram á endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi. Umboðsmenn Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokksins hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um endurtalningu – kröfu sem Píratar tóku undir í gær. 27.9.2021 08:47
Ljóst að margir hafi ekki verið með hugann við sóttvarnir um helgina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að mannamót helgarinnar – bæði kosningavökur stjórnmálaflokka og fögnuðir tengdum fótbolta – komi ekki til með að skila sér í fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu. Hann segir ljóst að margir hafi ekki sérstaklega haft hugann við sóttvarnir um liðna helgi og að hann voni að það komi ekki í bakið á okkur. 27.9.2021 08:18
Öflugur skjálfti við Krít Öflugur skjálfti varð suður af grísku eyjunni Krít í morgun. Skjálftinn mælist 5,9 að stærð og voru upptök hans um tuttugu kílómetra suðaustur af borginni Heraklion og á um tíu kílómetra dýpi. Fyrstu fréttir hermdu að skjálftinn hafi verið 6,5 að stærð. 27.9.2021 07:29
Hvöss norðanátt með slyddu eða snjókomu fylgir krappri lægð Kröpp lægð þokast nú til vesturs fyrir norðan land og fylgir henni hvöss norðanátt með slyddu eða snjókomu norðvestantil á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi Á Breiðafjarðarsvæðinu, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra. Seint í dag dregur þó úr vindi og úrkomu. 27.9.2021 07:16
Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. 27.9.2021 06:47
Gular veðurviðvaranir norðvestantil Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðarfjarðarsvæðinu, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra vegna norðan hríðar. 26.9.2021 14:21
Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. 26.9.2021 13:37
Einn stofnenda Status Quo er látinn Enski bassaleikarinn Alan Lancaster, einn stofnenda rokksveitarinnar Status Quo, er látinn, 72 ára að aldri. 26.9.2021 13:37
Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26.9.2021 10:19
Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26.9.2021 09:25