Einungis búið að bólusetja um 0,8 prósent Suður-Afríkumanna Á meðan vestræn ríki eru komin vel á veg með að bólusetja stóran hluta landsmanna hafa ríki Afríku setið á hakanum. 9.6.2021 07:54
Gagnaleki sýnir að ofurríkir borga lítinn sem engan skatt Ríkustu menn Bandaríkjanna borga flestir hverjir lítinn sem engan skatt af tekjum sínum. Þetta kemur fram í gögnum um skattgreiðslur þeirra sem hefur verið lekið til fréttamiðilsins ProPublica. 9.6.2021 07:34
Skiptast á skin og skúrir næstu daga Næstu daga skiptast á skin og skúrir þar sem spár gera ráð fyrir lægðagangi. Skil með rigningu ganga þá allreglulega yfir landið en ólíkt stöðunni að undanförnu þar sem varla hefur sést til sólar sunnantil á landinu ætti að geta létt ágætlega til á milli lægðakerfa. 9.6.2021 07:20
Fimm slösuðust í árekstri á mótum Hringvegar og Ólafsfjarðarvegar Umferðarslys varð á gatnamótum Hringvegar og Ólafsfjarðarvegar laust fyrir klukkan 14. Fimm slösuðust í tveimur bílum þegar áreksturinn varð. Ekki er vitað um ástand þeirra. 8.6.2021 14:29
Átta taka þátt í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi Alls eru átta manns í framboði hjá Framsóknarflokknum í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer laugardaginn19. júní. Kosið verður um fimm efstu sætin á lista flokksins. 8.6.2021 14:14
Handtekinn fyrir að löðrunga Frakklandsforseta Lögregla í Frakklandi handtók í morgun mann sem hafði löðrungað Emmanuel Macron Frakklandsforseta í bænum Tain-l’Hermitage. 8.6.2021 13:40
Opna 45 kílómetra gönguleið milli Knarrarós- og Selvogsvita Vitaleiðin, ný göngu- og hjólaleið við suðurströndina, verður formlega opnuð á laugardaginn. Leiðin er um 45 kílómetrar að lengd og liggur milli Knarrarósvita, austur af Stokkseyri, og Selvogsvita, vestur af Þorlákshöfn. 8.6.2021 13:34
Couzens játar að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens játaði að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard þegar hann mætti fyrir dómara í morgun. 8.6.2021 11:47
Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er kominn í leitirnar. 8.6.2021 11:07
Mun stýra mannauðsmálum hjá Norðuráli Guðný Björg Hauksdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs Norðuráls. 8.6.2021 09:32