Fjórir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Að minnsta kosti fjórir fyrrverandi fulltrúar Svíþjóðar í Eurovision munu taka þátt í Melodifestivalen, undankeppni Svía fyrir Eurovision-keppnina sem fram fer í Rotterdam í maí næstkomandi. 30.11.2020 13:39
Sænskir nemendur grunaðir um skipulagða útbreiðslu veirunnar Lögregla í sænska bænum Östersund rannsakar nú hvort að nemendur í framhaldsskóla hafi vísvitandi reynt að breiða út kórónuveiruna í þeirri von að mynda mótefni og þannig geta dimmiterað næsta vor. 30.11.2020 13:08
Brákaðist á fæti í leik með Major Joe Biden, verðandi Bandaríkaforseti, brákaðist á fæti þegar hann var að leik með Major, öðrum af tveimur hundum sínum, á laugardaginn. 30.11.2020 12:45
Bein útsending: Breytingar í þágu barna – kynningarfundur um ný frumvörp í barnamálum Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mun kynna ný frumvörp í barnamálum á fundi sem hefst klukkan 13. 30.11.2020 12:30
Átta látnir eftir uppþot í fangelsi á Sri Lanka Að minnsta kosti átta eru látnir og 52 slasaðir eftir uppþot fanga í fangelsi á Sri Lanka. Talsmaður yfirvalda segir að til átaka hafi komið milli fanga og fangavarða. 30.11.2020 12:02
Þrettán sagt upp hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu Þrettán hefur verið sagt upp í hópuppsögn hjá fyrirtæki sem tengist ferðaþjónustu. 30.11.2020 11:18
Átta greindust innanlands Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim sem greindust voru þrír í sóttkví, en fimm ekki. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is. 41 er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þar af tveir á gjörgæslu. Í gær voru 42 á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. 30.11.2020 10:55
29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30.11.2020 10:09
Þrettán ákærðir vegna dauðsfallanna á Hvítu eyju á síðasta ári Nýsjálensk heilbrigðis- og öryggismálayfirvöld hafa ákært þrettán aðila vegna manntjónsins sem varð vegna eldgossins á ferðamannaeyjunni Hvítu eyju á síðasta ári. 30.11.2020 08:32
Ríkisstjórnin þriggja ára og ráðherrann þrítugur Þrjú ár eru í dag liðin frá því að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum í landinu. Afmælisdagurinn ber upp á sama degi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra heldur upp á þrítugsafmæli sitt. 30.11.2020 07:47
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent