Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ekki meira en bara vinir

Áhrifavaldarnir Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly, og Brynja Bjarna Anderiman hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum hvors annars undanfarið og virðast þau nánast óaðskiljanleg. Þau eyddu góðum tíma saman í sólinni í Króatíu og eru nýkomin heim. 

Líf og fjör í 30 ára af­mæli Mærudaga

Stemningin var gríðarleg á Húsavík um helgina þegar að Mærudagar voru haldnir hátíðlegir í þrítugasta skiptið. Gestum var boðið upp á heljarinnar dagskrá, tónleika, fjör, hlaup, froðurennibraut, karnivalstemningu og fleira til. 

„Gott að við séum mis­munandi og flottar á okkar hátt“

Helena Guðjónsdóttir er nítján ára gömul Reykjavíkurmær og er í hópi keppenda í Ungfrú Ísland. Hún hefur haft áhuga á keppninni frá ungum aldri, segir mikilvægt að fylgja draumum sínum og segir gott að stelpurnar í keppninni séu ólíkar og flottar á sinn hátt. 

Segir lúsmýið ekki biðja um of mikið

„Lúsmýið er ekki að biðja um mikið. Bara pínulítið blóð,“ segir tónlistarmaðurinn Sváfnir Sigurðarson sem var að gefa út lagið Söngur lúsmýsins. Lagið var samið fyrir splunkunýtt gamanleikrit og setur sig í spor grey lúsmýsins sem flest allir hata.

Nýtur lífsins á­hyggju­laus í áhrifavaldaferð í Króatíu

„Þetta snýst um að hafa ekki áhyggjur, þetta græjast,“ segir áhrifavaldurinn og athafnamaðurinn Arnar Gauti, jafnan þekktur sem Lil Curly. Hann var að senda frá sér lagið Ekki hafa áhyggjur og nýtur sömuleiðis lífsins áhyggjulaus í hópi íslenskra stjarna í Króatíu um þessar mundir.

Björk með besta at­riði í sögu Ólympíu­leikanna

Fyrir tuttugu árum steig Björk Guðmunsdóttir á stokk með tónlistaratriði á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 og sló í gegn. Á nýjum lista tímaritsins Dig skýtur Björk kanónum á borð við Pavarotti og Paul McCartney ref fyrir rass og landar fyrsta sæti yfir besta tónlistaratriði í sögu Ólympíuleikanna.

Tískan á Ólympíu­leikunum

Sumarólympíuleikarnir 2024 verða settir með pomp og prakt í dag í París. Tískurisinn Louis Vuitton tók forskot á sæluna og bauð í fyrirpartý fyrir leikana í gær í höfuðstöðvum sínum þar sem stórstjörnur, hátískubransinn og atvinnu íþróttafólk kom saman í sínu alflottasta pússi.

Ó­gleyman­leg gleðivíma að koma út

„Ég fór strax að hugsa um litlu Margréti sem var að fara á sitt fyrsta Pride. Tilfinningin var bara gleðivíma,“ segir tónlistarkonan Margrét Rán sem er á bak við Pride lagið í ár. Hún er sömuleiðis að fara af stað með nýtt sólóverkefni undir nafninu Rán en blaðamaður ræddi við hana um listina og hinseginleikann.

Finnst yfir­leitt erfitt að klæða sig upp

Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hefur komið víða að og sér meðal annars um klæðaburð karakteranna í stórmyndinni Snertingu. Tíska hefur alltaf verið stórt áhugamál hjá henni og er auðvitað órjúfanlegur hluti af hennar lífi en Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Sjá meira