Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. júní 2025 07:04 Heiða Skúladóttir skellti sér á mjög svo einstakan dansleik í Versölum. Aðsend „Þetta var súrrealísk upplifun sem fór langt fram úr öllum væntingum,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, betur þekkt sem Heiða. Hún skellti sér á mjög svo einstakan viðburð í Versölum fyrir utan París nú á dögunum. Heiða er viðskiptafræðingur og mikill lífskúnstner og er fædd árið 1995. Hún er ævintýrakona með meiru sem ákvað að gera eitthvað splunkunýtt þetta sumarið með vinum sínum Magneu Gná Jóhannsdóttur stjórnmálakonu og Árna Svavari Johnsen. Frakkland fer Heiðu sannarlega vel.Aðsend Mættu snemma til að tryggja sér búninga „Við ákváðum þrír vinir að hugsa aðeins út fyrir kassann þetta sumarið og skella okkur á grímuball í Versalahöllinni. Við mættum með viku fyrirvara til að tryggja okkur búninga á leigu og þá viku nýttum við til að njóta lífsins í Bordeaux og heimsækja vínekrur þar í kring, sækja jazzklúbba í París og dansa á bökkum Signu,“ segir Heiða um ævintýraferðina. Árni Svavar, Magnea Gná og Heiða héldu upp á sautjánda júní með vínsmökkun og frönskum stæl.Aðsend Þau fögnuðu svo þjóðhátíðardegi Íslendinga að frönskum sið. „Við héldum upp á 17. júní í Saint-Émilion þar sem við röltum á milli vínekranna sem umvefja litla þorpið.“ Heiða heyrði upphaflega af grímuballinu á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég datt inn á myndbönd frá þessu þar og hugsaði með mér að þetta væri eitthvað sem ég yrði að upplifa. Aðgangur að ballinu krefst grímu og klæðnaðar í Rókokó stíl, en það er ákveðinn sveigjanleiki gefinn í listrænni tjáningu svo búningar margra voru mjög frumlegir og skemmtilegir.“ Ekkert smá glæsilegur hópur!Aðsend Prúðbúnir gestir stigu trylltan dans við EDM tónlist Var þetta án efa ógleymanleg upplifun fyrir þremenningana. „Ballið hófst á því að gestum var gefið tækifæri til að skoða garðana í kringum höllina, þá var spiluð barrokk tónlist í földum hátölurum víða um garðana sem setti stemninguna. Við sólsetur hófst svo flugeldasýning sem markaði upphaf ballsins. Á ballinu sjálfu var spiluð EDM tónlist (electronic dance music) og inni á milli voru danssýningar, listgjörningar og loftfimleikar. Úti var svo hægt að slaka á við varðeld eða litla tjörn eftir allan dansinn. Ballið endaði við sólarupprás á kaffi og croissanti.“ EDM tónlist og glæsilegheit er alvöru kombó!Aðsend Vökudraumur og tímaleysi Heiða segir erfitt að lýsa þessu með orðum. „Þetta var súrrealísk upplifun sem fór langt fram úr öllum væntingum. Það höfðu allir á ballinu lagt sig mikið fram við búningana sína, andrúmsloftið var svo fallegt og allir svo glaðir og miklir vinir. Það var augljóslega ofboðslega mikið lagt í skipulagið á viðburðinum og hvert einasta smáatriði alveg upp á tíu. Maður lifði þessa nótt í hálfgerðum vökudraumi og tímaleysi.“ Þemu gerast vart glæsilegri en þetta og lýsir Heiða þessu sem súrrealískri upplifun.Aðsend Glamúrinn í kringum Versali, 18. öldina og Marie Antoinette hefur alltaf heillað Heiðu. „Og maður er svo aldrei of gamall til að fara í prinsessuleik. Þegar maður hefur áhuga á sögu og menningu þá verður þessi upplifun sérstaklega einstök, þó maður þurfi alls ekki að vera neinn ofur áhugamaður til þess að njóta sín í botn í þessum kringumstæðum.“ View this post on Instagram A post shared by Heiða Skúladóttir (@heidaskula) Dulúð yfir miðasölunni Samkvæmt Heiðu getur hver sem er keypt miða á viðburðinn. „Það er mikil dulúð yfir miðasölunni en hún er tilkynnt á Instagram síðu Versala með sólarhrings fyrirvara og getur hafist hvenær sem er, svo maður þarf að vera á tánum og fylgjast vel með. Miðasalan var í nóvember en svo er mjög vel skipulagður endursölumarkaður, svo það er ekki hundrað í hættunni að ná ekki miða í fyrstu umferð.“ Heiða segir gott fyrir áhugasama að fylgja Versölum á Instagram til að fylgjast með miðasölu fyrir viðburðinn.Aðsend Bordeaux í miklu uppáhaldi Heiða hefur hingað til heimsótt París þrisvar en var í fyrsta skipti í Bordeaux nú á dögunum. „Ég er að vísu búin að tala mikið um að heimsækja franskar vínekrur síðasta áratuginn, svo það var eins gott að gera þetta bara almennilega fyrst maður reið loksins á vaðið. Bordeaux er dásamleg borg og ég held að þær væntingar sem margir hafa til Parísar sé svolítið frekar að finna þar. Þar er töluvert rólegra, sætar smágötur með sjarmerandi verslunum og veitingastöðum, lítil sem engin umferð og töluvert minni mannmergð.“ Heiða var að lifa sínu besta lífi í Bordeaux.Aðsend Þá er erfitt að velja eitthvað eitt sem stendur upp úr frá þessari ferð vinanna. „Ferðin í heild sinni var algjört ævintýri og það voru margar flugur slegnar í einu höggi. Ég held að fólk mikli svolítið fyrir sér svona óvenjulegar ferðir en ef maður gefur sér tíma í smá rannsóknarvinnu þá er lítið mál að skipuleggja sig vel, láta allan pakkann ganga upp og um leið halda kostnaði í lágmarki. Aðalmálið er að hætta að láta sig aðeins dreyma um hlutina og koma þeim í verk. Ég held ég tali svo fyrir hönd hópsins þegar ég segi að þetta sé algjörlega eitthvað til að upplifa aftur. Fólk sem við kynntumst á ballinu var margt að mæta í annað, þriðja, fjórða sinn. Fólkið þarna var á öllum aldri og öll skemmtu sér konunglega,“ segir Heiða skælbrosandi að lokum. Magnea Gná og Heiða segja grímuballið eitthvað sem væri sannarlega gaman að upplifa aftur.Aðsend View this post on Instagram A post shared by Heiða Skúladóttir (@heidaskula) Íslendingar erlendis Menning Tíska og hönnun Frakkland Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Sjá meira
Heiða er viðskiptafræðingur og mikill lífskúnstner og er fædd árið 1995. Hún er ævintýrakona með meiru sem ákvað að gera eitthvað splunkunýtt þetta sumarið með vinum sínum Magneu Gná Jóhannsdóttur stjórnmálakonu og Árna Svavari Johnsen. Frakkland fer Heiðu sannarlega vel.Aðsend Mættu snemma til að tryggja sér búninga „Við ákváðum þrír vinir að hugsa aðeins út fyrir kassann þetta sumarið og skella okkur á grímuball í Versalahöllinni. Við mættum með viku fyrirvara til að tryggja okkur búninga á leigu og þá viku nýttum við til að njóta lífsins í Bordeaux og heimsækja vínekrur þar í kring, sækja jazzklúbba í París og dansa á bökkum Signu,“ segir Heiða um ævintýraferðina. Árni Svavar, Magnea Gná og Heiða héldu upp á sautjánda júní með vínsmökkun og frönskum stæl.Aðsend Þau fögnuðu svo þjóðhátíðardegi Íslendinga að frönskum sið. „Við héldum upp á 17. júní í Saint-Émilion þar sem við röltum á milli vínekranna sem umvefja litla þorpið.“ Heiða heyrði upphaflega af grímuballinu á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég datt inn á myndbönd frá þessu þar og hugsaði með mér að þetta væri eitthvað sem ég yrði að upplifa. Aðgangur að ballinu krefst grímu og klæðnaðar í Rókokó stíl, en það er ákveðinn sveigjanleiki gefinn í listrænni tjáningu svo búningar margra voru mjög frumlegir og skemmtilegir.“ Ekkert smá glæsilegur hópur!Aðsend Prúðbúnir gestir stigu trylltan dans við EDM tónlist Var þetta án efa ógleymanleg upplifun fyrir þremenningana. „Ballið hófst á því að gestum var gefið tækifæri til að skoða garðana í kringum höllina, þá var spiluð barrokk tónlist í földum hátölurum víða um garðana sem setti stemninguna. Við sólsetur hófst svo flugeldasýning sem markaði upphaf ballsins. Á ballinu sjálfu var spiluð EDM tónlist (electronic dance music) og inni á milli voru danssýningar, listgjörningar og loftfimleikar. Úti var svo hægt að slaka á við varðeld eða litla tjörn eftir allan dansinn. Ballið endaði við sólarupprás á kaffi og croissanti.“ EDM tónlist og glæsilegheit er alvöru kombó!Aðsend Vökudraumur og tímaleysi Heiða segir erfitt að lýsa þessu með orðum. „Þetta var súrrealísk upplifun sem fór langt fram úr öllum væntingum. Það höfðu allir á ballinu lagt sig mikið fram við búningana sína, andrúmsloftið var svo fallegt og allir svo glaðir og miklir vinir. Það var augljóslega ofboðslega mikið lagt í skipulagið á viðburðinum og hvert einasta smáatriði alveg upp á tíu. Maður lifði þessa nótt í hálfgerðum vökudraumi og tímaleysi.“ Þemu gerast vart glæsilegri en þetta og lýsir Heiða þessu sem súrrealískri upplifun.Aðsend Glamúrinn í kringum Versali, 18. öldina og Marie Antoinette hefur alltaf heillað Heiðu. „Og maður er svo aldrei of gamall til að fara í prinsessuleik. Þegar maður hefur áhuga á sögu og menningu þá verður þessi upplifun sérstaklega einstök, þó maður þurfi alls ekki að vera neinn ofur áhugamaður til þess að njóta sín í botn í þessum kringumstæðum.“ View this post on Instagram A post shared by Heiða Skúladóttir (@heidaskula) Dulúð yfir miðasölunni Samkvæmt Heiðu getur hver sem er keypt miða á viðburðinn. „Það er mikil dulúð yfir miðasölunni en hún er tilkynnt á Instagram síðu Versala með sólarhrings fyrirvara og getur hafist hvenær sem er, svo maður þarf að vera á tánum og fylgjast vel með. Miðasalan var í nóvember en svo er mjög vel skipulagður endursölumarkaður, svo það er ekki hundrað í hættunni að ná ekki miða í fyrstu umferð.“ Heiða segir gott fyrir áhugasama að fylgja Versölum á Instagram til að fylgjast með miðasölu fyrir viðburðinn.Aðsend Bordeaux í miklu uppáhaldi Heiða hefur hingað til heimsótt París þrisvar en var í fyrsta skipti í Bordeaux nú á dögunum. „Ég er að vísu búin að tala mikið um að heimsækja franskar vínekrur síðasta áratuginn, svo það var eins gott að gera þetta bara almennilega fyrst maður reið loksins á vaðið. Bordeaux er dásamleg borg og ég held að þær væntingar sem margir hafa til Parísar sé svolítið frekar að finna þar. Þar er töluvert rólegra, sætar smágötur með sjarmerandi verslunum og veitingastöðum, lítil sem engin umferð og töluvert minni mannmergð.“ Heiða var að lifa sínu besta lífi í Bordeaux.Aðsend Þá er erfitt að velja eitthvað eitt sem stendur upp úr frá þessari ferð vinanna. „Ferðin í heild sinni var algjört ævintýri og það voru margar flugur slegnar í einu höggi. Ég held að fólk mikli svolítið fyrir sér svona óvenjulegar ferðir en ef maður gefur sér tíma í smá rannsóknarvinnu þá er lítið mál að skipuleggja sig vel, láta allan pakkann ganga upp og um leið halda kostnaði í lágmarki. Aðalmálið er að hætta að láta sig aðeins dreyma um hlutina og koma þeim í verk. Ég held ég tali svo fyrir hönd hópsins þegar ég segi að þetta sé algjörlega eitthvað til að upplifa aftur. Fólk sem við kynntumst á ballinu var margt að mæta í annað, þriðja, fjórða sinn. Fólkið þarna var á öllum aldri og öll skemmtu sér konunglega,“ segir Heiða skælbrosandi að lokum. Magnea Gná og Heiða segja grímuballið eitthvað sem væri sannarlega gaman að upplifa aftur.Aðsend View this post on Instagram A post shared by Heiða Skúladóttir (@heidaskula)
Íslendingar erlendis Menning Tíska og hönnun Frakkland Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Sjá meira