Ræða hvort endurskoða þurfi vopnareglur lögreglu Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að vopnareglur lögreglu verði teknar fyrir á fundi lögregluráðs sem fram fer á fimmtudaginn. Nokkur umræða hefur verið um aðbúnað lögreglu í kjölfar morðsins sem átti sér stað um síðustu helgi og vangaveltur verið uppi um hvort málið sé merki um aukna hörku í undirheimum. 17.2.2021 09:09
Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 16.2.2021 22:57
Þurftu að koma vél Landhelgisgæslunnar í skjól þegar eldfjall fór að gjósa Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, þurfti að hafa hraðann á síðdegis í dag þegar eldfjallið Etna byrjaði skyndilega að gjósa. 16.2.2021 21:54
Fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur mönnum í tengslum við morðið í Rauðagerði Lögreglan ætlar að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir þremur karlmönnum sem handteknir voru í gær í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við morð sem framið var í Rauðagerði í Reykjavík. Mennirnir verða leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. 16.2.2021 18:30
Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15.2.2021 23:27
Búið að selja húsið sem kallaði á hlífðarfatnað og allsherjar endurnýjun Víðfrægt hús í Kópavogi sem vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum hefur verið selt. Fasteignasali benti áhugasömum kaupendum á að skoða húsið í hlífðarfatnaði af heilsufarsástæðum. 15.2.2021 22:58
Parler snýr aftur eftir að hafa verið sparkað af internetinu Samfélagsmiðilinn Parler er kominn aftur í loftið um mánuði eftir að Amazon og aðrir tæknirisar kipptu fótunum undan miðlinum í kjölfar árásarinnar á bandaríska þinghúsið. 15.2.2021 22:09
Vænta þess að tæplega 190 þúsund verði bólusettir fyrir lok júní Heilbrigðisráðuneytið gerir ráð fyrir því að hægt verði að bólusetja tæplega 190 þúsund einstaklinga við Covid-19 á Íslandi fyrir lok júní með þeim bóluefnum sem eru komin í notkun hér á landi. 15.2.2021 17:15
Álitu sænskar leiklýsingar ólíklegar til vinsælda: Viaplay ýmist sögð ógn eða tímanna tákn „Við höfum ekki keypt sýningarréttinn á leikjum íslenska landsliðsins til að fela þá fyrir íslensku þjóðinni, það væri einfaldlega heimskulegt,“ segir forstöðumaður íþrótta hjá NENT Group. Hinn danski Peter Nørrelund segist ekki geta beðið eftir því að faraldurinn endi svo hann geti sótt frændþjóð sína heim og hafið ráðningar. 15.2.2021 07:01
Breytingin lengi biðlista og vegi að atvinnuréttindum ungra sjúkraþjálfara Sjúkraþjálfaranemar gera alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að setja strangari skilyrði fyrir niðurgreiðslu sjúkraþjálfunar. Andrea Þórey Hjaltadóttir, mastersnemi í sjúkraþjálfun, segir breytinguna vega að atvinnuréttindum nýútskrifaðra sjúkraþjálfara og ýta undir að þeir leiti sér vinnu erlendis á sama tíma og langir biðlistar eru eftir þjónustu þeirra á Íslandi. 12.2.2021 09:00