Meira um sýndarneyslu á Íslandi og mikið um að fólk eigi sömu hlutina Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði við Háskóla Íslands, segir að auglýsingar séu stöðugt að reyna að telja okkur trú um að við getum fyllt í andleg göt með kaupum á vörum og þjónustu. 12.2.2021 07:01
Guðbergur sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi Guðbergur Reynisson sækist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer þann 29. maí. Hann er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ og hefur setið í stjórn þess frá árinu 2012 og sem formaður síðan 2016. 11.2.2021 14:35
Raunverð íbúða hefur hækkað meira hér en á hinum Norðurlöndunum Raunverð íbúða hefur hækkað meira hér á landi en í nágrannalöndum á síðustu fimm árum. Mælist hækkunin yfir 40% í heildina frá 2015 á Íslandi en er á bilinu 1 til 20% á hinum Norðurlöndunum. 11.2.2021 12:55
Segja Sýn og Nova hafa gert samkomulag við félag tengt nánum vini Donalds Trump Félag í stýringu bandaríska framtaksfjárfestingafélagsins Digital Colony er langt komið með að ljúka kaupum á óvirkum farsímainnviðum af Sýn og Nova fyrir um 13 milljarða króna, að sögn Viðskiptablaðsins. 11.2.2021 11:54
Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11.2.2021 09:33
Íslandsbanki tvöfaldaði hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,5 milljarða króna eftir skatta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Er um að ræða tvöföldun frá sama tímabili árið 2019 þegar hagnaður nam 1,7 milljarði króna. 10.2.2021 23:29
Kurr á sveitarstjórnarfundi eftir að fulltrúar Arion banka kynntu skerðingaráform Sveitarstjórn Blönduósbæjar mótmælir harðlega fyrirhuguðum áformum Arion banka um að loka útibúi sínu í bænum og hefur falið sveitarstjóra að endurskoða framtíð bankaviðskipta sveitarfélagsins. 10.2.2021 22:24
Flokkur Guðmundar býður fram í öllum kjördæmum í haust Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hyggst bjóða fram lista í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum sem fram fara í september. 10.2.2021 20:27
Náðu ekki í skottið á Bandaríkjamönnum sem grunaðir eru um brot á sóttkví Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja Bandaríkjamanna sem grunaðir eru um brot á sóttkví. Mennirnir sátu að sumbli á Lebowski bar í miðbæ Reykjavíkur á sunnudag en voru horfnir á braut þegar lögregla kom á staðinn. 10.2.2021 19:21
Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10.2.2021 18:11