Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lögum um ríkisborgararétt verður breytt

Dómsmálaráðherra mun leggja til breytingar á lögum um veitingu ríkisborgararéttar á komandi þingvetri. Mál Litháa sem búið hefur á Íslandi um árabil hefur vakið mikla athygli en hann fær ekki ríkisborgararétt vegna umferðalagabrota. Til greina kemur að skoða hvort eðli brota ætti að hafi ólík áhrif að sögn dómsmálaráðherra. Þá sé afgreiðsla Alþingis á umsóknum um ríkisborgararétt farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu að sögn ráðherra.

Norræna húsið 50 ára í dag

Norræna húsið fagnar 50 ára afmæli í dag. Í tilefni afmælisins verður almenningi boðið til veislu á morgun þar sem Grænlenskt rokk og finnskt sánabað verða meðal annars á boðstólum.

Kýrin Linda og heiðagæsin Kristín urðu fyrir slysaskoti

Þau leiðu tíðindi bárust í vikunnni að GPS-merkta hreindýrakýrin Linda og heiðagæsin Kristín urðu fyrir slysaskoti. Forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands segir mikilvægt að veiðimenn láti vita og skili staðsetningarbúnaði þegar slysaskot verða.

Hvalrekar við Íslandsstrendur sjaldan verið fleiri

Hafrannsóknastofnun hefur verið tilkynnt um óvenju mörg tilfelli hvalreka við Íslandsstrendur í ár. Í gegnum tíðina hafa hernaðaræfingar þótt ein líklegasta skýringin á aukinni tíðni hvalreka. Það var um aldamótinn sem Hafrannsóknastofnun hóf markvisst að fylgjast með hvalrekum við Íslandsstrendur en síðan þá hafa flest tilvik verið skráð árið 2008 þegar þau voru 38 talsins.

Frekari málshöfðun kemur til greina

Mögulegt er að fleiri mál verði höfðuð á vegum þrotabús United Silicon að sögn slitastjóra þrotabúsins. Greint var frá því í dag að þrotabú United Silicon hafi höfðað annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Ólafi Garðarssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir fjársvik.

Komust á topp Matterhorn í gær

Bræðurnir Teitur og Baldur Þorkelssynir lentu heldur betur í ævintýrum í ferðalagi sínu á tindana Mont Blanc og Matterhorn. Þrátt fyrir ýmsar hindranir á leiðinni eru bræðurnir komnir heilu á húfi til byggða.

Ráða sig í vinnu en mæta ekki til starfa

Þótt betur hafi gengið að manna lausar stöður á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í ár en í fyrra er staðan þó ekki eins og best verður á kosið að sögn formanns Félags stjórnenda leikskóla. Þá hefur nokkuð borið á því að sögn leikskólastjóra að fólk sem hafi verið ráðið til vinnu mæti svo ekki til starfa þegar á reynir.

Framleiða um eitt kíló frjósemislyfs úr tugum tonna hryssublóðs

Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir frjósemislyfi, sem framleitt er hér á landi úr hryssublóði, farið ört vaxandi. Í sölu á hryssublóði felast tekjumöguleikar fyrir bændur og hrossaræktendur til að mæta lakari afkomu á öðrum sviðum búrekstrar að sögn framkvæmdastjóra Ísteka.

Sjá meira