Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bjargaði ketti úr vörulyftu

Erilsamt hefur verið hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring. Slökkviliðið sinnti fimm dælubílaverkefnum en seinni partinn í gær var til að mynda óskað eftir aðstoð slökkviliðsins vegna kattar sem sat fastur uppi í vinnulyftu. Kisi ku hafa verið sáttur við að komast niður að því er segir í Facebook-færslu slökkviliðsins.

3.500 áhorfendur fá að vera viðstaddir Eurovision

Hollensk stjórnvöld hafa gefið heimild fyrir því að 3.500 áhorfendur fái að vera viðstaddir Eurovision söngvakeppnina sem fram fer í Rotterdam í maí. Eurovision féll niður í fyrra, í fyrsta sinn í sögu keppninnar, vegna kórónuveirunnar.

Uppgefinn Víðir grætur í heimildarmynd um Covid-19

Víðir Reynisson fellir tár, Þórólfur Guðnason lýsir martröð og Katrín Jakobsdóttir talar um hættuástand í fyrstu stiklunni sem nú hefur verið birt upp úr heimildaþáttaröðinni Stormur sem fjallar um baráttuna við heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi.

Sýn hf. selur félag í Færeyjum og fjarskiptainnviði fyrir milljarða

Fjarskiptafélagið Sýn hf. hefur undirritað samning um sölu á hlut félagsins í færeyska hlutdeildarfélaginu P/F 20.11.19. fyrir sem nemur rúmum einum milljarði króna. Sýn átti 49,9% hlut í félaginu. Þá hefur Sýn einnig samið um sölu á óvirkum fjarskiptainnviðum félagsins fyrir rúma sex milljarða.

Bólusettur Íslendingur smitaðist innanlands

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki rétt að tveir bólusettir einstaklingar sem greinst hafa með breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi hafi borið veiruna með sér til landsins. Þá segir hann von á 120 þúsund skömmtum af bóluefni frá Pfizer í maí og júní og beðið er eftir afhendingaráætlun frá fleiri framleiðendum.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sex greindust með kórónuveiruna og af þeim var einn utan sóttkvíar. Við ræðum við sóttvarnalækni um stöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast á slaginu klukkan tólf.

Ingi skólastjóri kveður Verzló

Ingi Ólafsson, sem gegnt hefur stöðu skólastjóra Verzlunarskóla Íslands í fjórtán ár, lætur senn af störfum en staða skólastjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar.

Sjá meira