Innlent

Grunur um brot gegn fleiri börnum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglu verið tilkynnt um grun um brot gegn öðru barni á leikskólanum Múlaborg.
Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglu verið tilkynnt um grun um brot gegn öðru barni á leikskólanum Múlaborg. Vísir/Anton Brink

Foreldri annars barns á leikskólanum Múlaborg hefur tilkynnt grun um kynferðisbrot gegn barni sínu til lögreglu. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Starfsmaðurinn, sem er karlmaður á þrítugsaldri, hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan 13. ágúst grunaður um kynferðisbrot gegn öðru ungu barni og sætir gæsluvarðhaldi til miðvikudagsins 27. ágúst. Maðurinn hafði starfað á Múlaborg sem leiðbeinandi barna í tvö ár þegar hann var handtekinn.

Sjá einnig: Lands­menn allir harmi slegnir

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa lögreglu borist ábendingar um meint atvik er snúa að fleiri börnum í tengslum við rannsókn málsins. 

Lögregla kveðst ekki geta staðfest hvort kærur hafi borist vegna gruns um brot gangvart fleiri börnum, en allar ábendingar sem berast embættinu eru rannsakaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×