Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Mér líður vel með þessa á­kvörðun“

Guðlaugur Þór Þórðarson segist stoltur yfir árangrinum þó að fjöldi atkvæða hafi ekki dugað til í þetta skipti. Framboðið hafi verið rétt ákvörðun en hann gefur ekki upp hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju. Hann segist ekki hafa áhyggjur af stöðu sinni í ríkisstjórn eða pólitískri framtíð sinni.

Segir bið­tíma eftir plássi á hjúkrunar­heimilum hafa styst

Heilbrigðisráðherra segir biðtíma eftir plássi á hjúkrunarheimilum hafa styst þrátt fyrir að aldrei hafi fleiri beðið eftir plássi á höfuðborgarsvæðinu. Mikil uppbygging hafi verið á hjúkrunarrýmum um land allt en borgarfulltrúi segir upbbygingu annars staðar ekki minnka þörf á uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.

Stjórnar hljóm­sveitinni og syngur óperu á sama tíma

Óperudagar fara nú fram í sjötta sinn í Hörpu en lokahátíð þeirra fer fram á morgun. Þar mun 21 árs gömul tónlistarkona frumflytja þrjú íslensk verk. Hún stjórnar ekki aðeins hljómsveitinni heldur syngur hún á sama tíma.

Lögin ekki vanda­málið heldur fram­kvæmdin

Þingmaður Pírata segir ekkert í Útlendingalögum skikka stjórnvöld til að framkvæma brottflutning með jafn mikilli hörku og gert var í vikunni. Það veki furðu að ríkisstjórnin ýti eftir nýrri útlendingalöggjöf þegar forsætisráðherra telur mikla sátt ríkja um núgildandi lög.

Sjá meira