„Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ „Meiðslalega erum við fínir. Næstum allir með á æfingu en Bjarki aðeins meiddur í hnénu en ekkert alvarlegt. Ég held við höfum komist vel frá þessum fyrstu leikjum,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og nokkuð sáttur við fyrstu tvo skyldusigra mótsins. 20.1.2025 10:02
Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Luka Cindric, ein skærasta stjarna króatíska liðsins á HM, er farinn úr króatíska hópnum og ástæðan er ekki bara meiðsli samkvæmt einum þekktasta handboltamanni Króata frá upphafi. 20.1.2025 09:40
Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Eftir erfiða byrjun á HM þar sem Elliði Snær Viðarsson var rekinn af velli í upphafi leiks gegn Grænhöfðaeyjum náði hann vopnum sínum gegn Kúbu og var valinn maður leiksins. 20.1.2025 08:01
„Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Ísland er með átján leikmenn á HM en aðeins sextán mega vera á skýrslu hverju sinni. 19.1.2025 22:47
Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Það er nú orðið ljóst að stuðningsmenn Íslands á HM, sem og á Íslandi, geta ekki keypt sér nýja landsliðsbúninginn. 19.1.2025 16:16
Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Ísland er komið þægilega inn í milliriðla HM í handbolta eftir stórsigur, 40-19, á arfaslöku liði Kúbverja. Nú er þessum bullleikjum lokið og alvaran bíður handan við hornið. 18.1.2025 22:52
„Auðvitað vil ég alltaf spila“ „Gott að mótið sé byrjað. Það er alltaf gaman enda búin að vera bið. Flott að byrja þetta bara vel og nú tekur næsta verkefni við,“ segir Haukur Þrastarson silkislakur degi fyrir Kúbverjaleikinn. 18.1.2025 12:03
HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Það dregur verulega til tíðinda í HM í dag er stjórnendur þáttarins hittu kúbverska landsliðsmanninn sem ætlaði að selja þeim vindla frá heimalandinu. 18.1.2025 11:02
„Verðum að hlaupa betur til baka“ Ýmir Örn Gíslason kveinkaði sér ekki þó svo hann hefði þurft að spila mikið í leiknum gegn Grænhöfðaeyjum. 18.1.2025 10:03
„Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ „Það eru blendnar tilfinningar eftir leikinn gegn Grænhöfðaeyjum þó svo við hefðum unnið stórt. Það kom tíu mínútna kafli þar sem var deyfð yfir þessu,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson á hóteli landsliðsins í Zagreb í dag. 17.1.2025 22:46
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent