Þingmenn kasta á milli sín heitri klámkartöflu Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarps þar sem lagt er til að felld verði út refsiheimild almennra hegningarlaga vegna birtingar kláms á prenti, innflutnings þess í útbreiðsluskyni, sölu og útbýtingar eða annars konar dreifingar þess. 8.12.2022 15:44
Borgarstjórnin fórnar sumarbústað sínum í hítina Borgarstjórn reynir nú að bregðast við gríðarlegum hallarekstri með ýmsum sparnaðaraðgerðum. Gagnrýnt hefur verið, meðal annars af Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, að tæplega hundrað sparnaðaraðgerðir snúi í engu að starfsmannahaldi og yfirbyggingu í Ráðhúsinu. 8.12.2022 13:48
Hannes segir Eirík hafa borið þungan hug til Geirs Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér mikla bók um Landsdómsmálið. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. Í bókinni er allt tekið til sem bendir í þá átt. Meðal þess er hæfi Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara, Hannes telur engum vafa undirorpið að hann hafi verið bullandi vanhæfur til að fella dóma yfir Geir. 8.12.2022 08:00
Þessi jól versta útgáfa hugsanleg fyrir launaþrælinn Þessi jólahátíð er martröð fyrir launaþræla sé litið til frídaga sem ættu að fylgja þessari hátíð ljóss og friðar. Aðeins einn frídagur fellur til. 7.12.2022 12:55
Bókaþjóðin elskar Birgittu Salan á barnabókum söngkonunnar Birgittu Haukdal er nú þegar orðin 20 þúsund eintök. Í stefnir að hún muni selja 30 þúsund eintök áður en þessi vertíð er á enda, sem er fáheyrt. Sjálf bókaþjóðin elskar Birgittu. 7.12.2022 11:12
Breytingarnar á Seðlabankanum kosta þrjá milljarða Í sömu vikunni og öll spjót stóðu á dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra vegna stýrivaxtahækkunar voru sendibílastjórar að keyra mublur og fínerí í stórum stíl inn í Seðlabankann. 6.12.2022 12:20
Glænýr bóksölulisti Fibut: Ólafur Jóhann og Stefán Máni á mikilli siglingu Eins og svo oft áður er helsta spurningin þessa jólabókaflóðs: Tekst einhverjum að velgja konungi bóksölunnar, Arnaldi Indriðasyni, undir uggum? 6.12.2022 11:40
Lóu krossbrá þegar hún sá Gunnar Helgason á Kjarvalsstöðum Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru kynntar á Kjarvalsstöðum með pompi og pragt í gær. Á þessum tíma árs ríkir mikil spenna meðal rithöfunda sem mega alls ekki við miklu óvæntu. 2.12.2022 13:16
Faglærðir starfsmenn Grandaborgar segja upp störfum Verulegur uggur og urgur er meðal foreldra barna í Grandaborg en Helena Jónsdóttir leiksskólastjóri hefur sagt upp störfum. Hún tók við sem leikskólastjóri Grandaborgar árið 2014. 2.12.2022 12:00
Katrín tilnefnd til bókmenntaverðlauna Einskonar samruni Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 varð þegar tilnefningar voru kynntar nú rétt í þessu á Kjarvalsstöðum. Athygli vekur að meðal hinna tilnefndu er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumraun sína sviði glæpasagnagerðar. 1.12.2022 17:37
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent