Óvænt að „gáfumannarapparar“ herji stríð af þessu tagi „Þetta er alveg undarlega ugly,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, um útistöður tveggja vinsælustu rappara heims Drake og Kendrick Lamar sem hafa verið að orðhöggvast sín á milli undanfarnar vikur. 15.5.2024 14:00
Beðnir um að senda börnin sín með net vegna flugnafaraldurs Foreldrar barna í Vatnsendaskóla í Kópavogi hafa verið beðnir um að senda flugnanet með börnunum sínum í skólann. Ástæðan er mikill flugnafaraldur sem nú geysar í Vatnsendahverfinu. 15.5.2024 10:36
Nóbelsverðlaunahafinn Alice Munro er látin Kanadíski smásagnahöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Alice Munro er látin 92 ára að aldri. Rithöfundaferill hennar spannaði meira en sextíu ár. 14.5.2024 16:51
Dæmdir fyrir ofbeldishrinu Tveir menn hlutu sex mánaða skilorðsbundna fangelsisdóma hvor um sig í Héraðsdómi Suðurlands á dögunum fyrir fjölda ofbeldisbrota. Þeir voru ákærðir fyrir samanlagt sex brot, fjórar líkamsárásir, árás gegn tveimur lögregluþjónum og eina hótun. 14.5.2024 14:17
Vitni gefur ekki upp nafn vegna ótta við hefndaraðgerðir Maður, sem hefur stöðu brotaþola í sakamáli, þarf ekki að gefa upp nafn annars manns fyrir dómi. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. 14.5.2024 11:23
Beint streymi: Uppfinningar og einkaleyfi Viðburður Hugverkastofunnar, Kerecis og SI fer fram í hádeginu í dag. Á honum er fjallað um uppfinningar og einkaleyfi. 14.5.2024 11:01
Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13.5.2024 22:02
Telur ekki viðeigandi að tjá sig um mál Maríu Sigrúnar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Menningar- og viðskiptaráðherra, vildi ekki tjá sig um „svokallað Kveiksmál“ sem hefur verið til mikillar umræðu síðustu daga. Að hennar mati er ekki viðeigandi fyrir ráðherra að blanda sér í umræðu um dagskrárgerð eða ritstjórn fréttastofu RÚV. 13.5.2024 16:21
Lýsa eftir Bandaríkjamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 45 ára gömlum Bandaríkjamanni sem heitir Patrick Florence Riley. 13.5.2024 15:22
Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi vegna ofsaaksturs undir áhrifum Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundinir til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn ók bíl sem endaði utan vegar við Meðallandsveg, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, um nótt í júli 2022. 13.5.2024 12:22