Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28.9.2018 22:00
Leggja til að nýr flugvöllur Nuuk verði metnaðarfyllri Skyndilegur áhugi Bandaríkjamanna og Dana á flugvallauppbyggingu á Grænlandi hefur orðið til þess að grænlenskir stjórnmálamenn leggja núna til að nýr Nuuk-flugvöllur verði stærri en áður var áformað. 24.9.2018 20:30
Ráðherra birtir helstu atriði samgönguáætlunar Samgönguráðherra birti í dag yfirlit yfir helstu framkvæmdir samgönguáætlunar til næstu fimmtán ára. Um leið undirritaði hann samkomulag við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um samgöngur á svæðinu. 21.9.2018 18:00
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20.9.2018 19:45
Hætta við Straumsvík en stækka álver í Noregi Norsk Hydro hefur ákveðið að stækka álver sitt í Husnes í Noregi. Þessi ákvörðun Hydro er tilkynnt aðeins fimm dögum eftir að fyrirtækið hætti við að kaupa ISAL í Straumsvík. 20.9.2018 11:00
Reykjanesbraut í Hafnarfirði næsta stórverkefni í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun. 19.9.2018 20:45
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18.9.2018 20:45
Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14.9.2018 22:30
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11.9.2018 21:30
Hæpið krepputal þegar tölur sýna metfjölda ferðamanna Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ferðamenn heimsótt Ísland eins og í sumar og árið í heild stefnir sömuleiðis í að verða metár; með 3,4 prósenta fjölgun ferðamanna frá áramótum. 10.9.2018 21:15