Veikindadögum fjölgað frá því í janúar Veikindadagar barna á leikskólum Reykjavíkur voru meira en helmingi færri í janúar 2021 miðað við í janúar 2020. Hins vegar eru merki um að veikindadögunum sé að fjölga á ný. 26.2.2021 23:04
Grindavík hristist á ný Tveir snarpir jarðskjálftar hafa orðið nú í hádeginu á Reykjanesinu. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir bæjarbúa hafa fundið vel fyrir þeim báðum og að það hafi hrist vel. Íbúar séu orðnir flestu vanir eftir síðustu tvo daga. „Þetta venst en það er óþægilegt ef þeir eru mjög stórir,“ segir Fannar. 26.2.2021 12:34
Fimm stórir skjálftar á 25 mínútum við Fagradalsfjall Enn nötrar jörðin á suðvesturhorninu þar sem stórir skjálftar finnast. Stór skjálfti að stærð 4,4 reið yfir upp úr klukkan tólf og virðist ekkert lát á skjálftavirkninni sem verið hefur á svæðinu undanfarna tvo sólarhringa. 26.2.2021 12:08
Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24.2.2021 19:30
Jarðskjálftavirknin ein sú mesta sem sést hefur á Reykjanesi Jarðskjálftahrinan á Suðurnesjum er enn í gangi og allt eins von á að fleiri skjálftar finnist í byggð. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands, segir mjög öfluga virkni á svæðinu en jarðskjálftar hafi komið hver á eftir öðrum nú í rúma klukkustund 24.2.2021 11:50
Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16.2.2021 15:19
Ráðherra segir tilefni til að skoða tilslakanir Heilbrigðisráðherra telur tilefni til að skoða hvort hægt sé að létta á samkomutakmörkunum á næstunni. 12.2.2021 15:39
„Ég veit að ríkið gaf hálfan hund í fyrra“ Átján manns bíða eftir því að fá blindrahunda en Blindrafélagið ræður einungis við það að úthluta tveimur slíkum hundum á ári. Hvorki ríki né sveitarfélög taka þátt í kostnaðinum. vegna blindrahunda. 10.2.2021 20:58
Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir. 10.2.2021 14:02
„Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði“ Heilbrigðisráðherra segist hafa haft hóflegar væntingar um að Íslendingum yrði boðið að taka þátt í bóluefnarannsókn á vegum lyfjafyrirtækisins Pfizer. Ráðherrann er vongóður um að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar í sumar. 10.2.2021 11:59