Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20.11.2019 11:18
Ákveðin hættumerki sem við verðum að fylgjast með Vísbendingar eru um að drykkja unglinga sé að aukast að sögn fagfólks. Tilfellum hefur fjölgað þar sem börn í efri bekkjum grunnskóla hafa verið drukkin á skólaböllum. 10.11.2019 19:45
Dæmi um að brotið hafi verið á rétti au-pair stúlkna hér á landi Töluverð fjölgun hefur orðið á útgáfu Útlendingastofnunar á au-pairleyfum á síðustu árum sérstaklega til Filippseyinga. Dæmi eru um að brotið hafi verið á rétti fólksins og hefur lögregla kannað aðstæður á heimilum þar sem fólkið dvelur. 10.11.2019 18:45
Eldarnir gætu ógnað íbúum í Sydney Óttast er að mikir gróðureldar í Ástralíu geti ógnað íbúum í Sydney. Að minnsta kosti þrír hafa látist í eldunum. Gróðureldunum hefur fylgt mikil eyðilegging en á annað hundrað heimili eru gjörónýt eftir eldana. 10.11.2019 12:23
Landfylling getur orðið góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að menn fari sér að engu óðslega í að ákveða hvað verði byggt á nýrri landfyllingu við Laugarnestanga. Meðal annars verði útsýni frá Laugarnesi haft í huga þegar byggt verður. 10.11.2019 10:43
Landfylling í Sundahöfn tekur á sig mynd Vörubílar hafa ekið fimmtán þúsund ferðir með grjót, mold og möl úr grunni við nýja Landspítalann í Sundahöfnina. Þar er stór landfylling nú að taka á sig mynd. 9.11.2019 20:00
Þrjú hundruð manns funda um breytingar á stjórnarskránni Breytingar á stjórnarskránni eru í brennidepli í Laugardalshöll um helgina þar sem um þrjú hundruð manns eru saman komin. 9.11.2019 16:17
Lýsir tilfinningaríkri stund þegar múrinn féll fyrir þrjátíu árum Þrjatíu ár eru í dag síðan að Berlínarmúrinn féll þann 9. nóvember 1989. 9.11.2019 14:15
Burknagata opnuð fyrir umferð Burknagata verður opnuð fyrir umferð á morgun en um er að ræða hluta af gömlu Hringbrautinni sem lokað var vegna framkvæmda við nýja Landspítalann. 8.11.2019 23:00
Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31.10.2019 18:45