Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Höfðu ekki orku í að halda á­fram fyrr en í upp­hafi árs

Þingkona Flokks fólksins og eiginmaður hennar hafa stefnt sýslumanninum vegna fyrndra vaxta sem þau þurftu að greiða í tengslum við uppboð á heimili þeirra árið 2017. Málið á uppruna sinn að rekja til Hrunsins árið 2008. Ásthildur Lóa segir málið mikið réttlætismál og að sýslumaður hafi brotið á jafnræði. Það hafi ekki allir greitt þessa fyrndu vexti. 

Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunn­skólum

Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 

Flutningi Hussein fjöl­skyldunnar frestað til laugar­dags

Fjölskylda Hussein Hussein flýgur til Grikklands á laugardag. Þeim hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara í dag. Hussein verður einn eftir á landinu en það er samkvæmt ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu. Landsréttur á enn eftir að úrskurða í máli fjölskyldunnar. 

Vill ekki vera fram­seld „í gæslu­varð­hald í ó­skil­greindan tíma“

Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal.

Óttast að Hussein verði „einn í í­búðinni, fastur í rúminu“

ÖBÍ réttindasamtök fordæma ómannúðlega ákvörðun íslenska ríkisins um að skilja Hussein Hussein, fatlaðan umsækjanda um alþjóðlega vernd, frá fjölskyldu sinni. Lögfræðingur fjölskyldunnar segir Hussein ekki tryggð nein þjónusta við brottför fjölskyldunnar. 

Vaknaði við byssu­skot nærri heimili sínu í Freetown

Framkvæmdastjóri Auroru velgjörðarsjóðs í Síerra Leóne segir mesta hættuástandið í Freetown í Síerra Leóne liðið en að þau haldi áfram að meta aðstæður. Forseti landsins tilkynnti í ávarpi í gær að búið væri að handtaka flesta uppreisnarmennina. Ráðist var á vopnabirgðir hersins og fjöldi fanga frelsaður

Út­göngu­bann í Síerra Leóne eftir á­rásir og frelsun fanga

Útgöngubann er í gildi í Síerra Leóne eftir að vopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í landinu og frelsuðu fanga. Samkvæmt yfirvöldum áttu árásirnar sér stað í gærmorgun, í fjölda stórra fangelsa. Fjórtán Íslendingar eru í Síerra Leóne samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins. 

Ástin og þráin alltaf eins

Sagnfræðingur segir ástina alltaf eins. Það megi lesa úr gömlum ástarbréfum sem séu til á Kvennasögusafninu. Oftast sé þráin mest í upphafi sambands og svo taki meiri praktík við. Skekkja sé þó í safninu því flest bréfin komi frá pörum þar sem kom til sambands. Önnur hafi líklega endað í eldinum. 

Á­lag aukist og full þörf á nýrri geð­deild

Álag hefur aukist á geðsviði Landspítalans í samanburði við síðasta ár. Álagið er í takt við fólksfjölgun en fleiri erlendir ríkisborgarar leita þangað en áður. Yfirlæknir segir starfsmenn ráða við álagið.

Sjá meira