Hraunbreiðan orðin rúmir sex ferkílómetrar Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2024 15:46 Mynd sem sérfræðingur Náttúrufræðistofnunar tók í eftirlitsflugi í gær. Flatarmál hraunbreiðunnar er orðið 6,14 km2 og rúmmál 31,3 milljón m3. Mynd/Birgir V. Óskarsson/Náttúrufræðistofnun) Þrátt fyrir að dregið hafi úr krafti eldgossins eru ekki merki um að heildar kvikuflæði frá dýpi sé að minnka. Það er samanlagt magn sem safnast saman undir Svartsengi auk þeirra kviku sem flæðir upp á yfirborð í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar kemur líka fram að landris haldi áfram í Svartsengi og að hraði þess hafi aukist undanfarna viku á sama tíma og dregið hefur úr krafti eldgossins Þá segir að erfitt sé að spá fyrir um endalok eldgossins. Það geti haldið áfram í lengri tíma með stöðugu flæði eða stöðvast á næstunni. „Þar sem kvika safnast áfram undir Svartsengi og þrýstingur þar eykst er líka möguleiki á að kraftur eldgossins aukist aftur, líkt og gerðist í Fagradalsfjalli 2021. Ef eldgosið stöðvast á næstunni er líklegast að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi og svipuð atburðarás, eins og sést hefur síðustu mánuði, muni endurtaka sig,“ segir í frétt Veðurstofunnar. Þá segir að skjálftavirkni við kvikugang við Grindavík sé áfram mjög lítil en sé helst á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells en einnig aðeins í vestanverðri Grindavík. Við Fagradalsfjall sé viðvarandi smáskjálftavirkni á um sex til sjö kílómetra dýpi. Hættumatskort sem var uppfært í dag. Mynd/Veðurstofan Í frétt Veðurstofunnar segir að hættumat hafi verið uppfært og gildi til 16. apríl, að öllu óbreyttu. Engar breytingar voru gerðar á hættumatinu og er enn talin hætta af völdum gasmengunar metin mikil á öllum svæðum nema Sundhnúksgígaröðinni (svæði 3) þar sem hún er metin mjög mikil. Hætta á svæði 4 (Grindavík) og svæði 6 eru áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungu, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar. Gasmengun til vesturs og norðvesturs Á morgun er austan og suðaustanátt og berst þá gasmengunin til vesturs og norðvesturs frá gosstöðvunum. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með loftgæðum í kringum eldgosið í byggð á Reykjanesskaga. Dregið hefur jafnt og þétt úr krafi eldgossins síðustu daga. Það sýna niðurstöður mælinga sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands sem fóru í mælingaflug yfir hraunbreiðuna í gær. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar segir að meðalhraunflæði frá gígunum á milli 3. og 8. apríl sé metið 3,6 ± 0,7 m3/s. Byggt á gögnum sem Verkfræðistofan Efla safnaði þann 3. apríl í drónaflugi var meðalhraunflæðið metið 6,6 ± 0,3 m3/s frá 27. mars til 3. apríl. Flatarmál hraunbreiðunnar er orðið 6,14 km2 og rúmmál 31,3 milljón m3. Á kortinu má sjá útbreiðslu og þykkt þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Mynd/Veðurstofan Undanfarna daga hefur hraun runnið að mestu til suðurs frá gígnum en tímabundið rann það skammt til norðurs á sunnudagskvöld í kjölfar þess að gígbarmurinn brast. Hraunið hefur þykknað mest nærri gígnum og skammt sunnan þeirra þar sem mest virkni er í hraunbreiðunni. Engin greinileg merki eru um framrás hrauns við varnargarða norðan Grindavíkur, Suðurstrandarveg eða Melhólsnámu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar kemur líka fram að landris haldi áfram í Svartsengi og að hraði þess hafi aukist undanfarna viku á sama tíma og dregið hefur úr krafti eldgossins Þá segir að erfitt sé að spá fyrir um endalok eldgossins. Það geti haldið áfram í lengri tíma með stöðugu flæði eða stöðvast á næstunni. „Þar sem kvika safnast áfram undir Svartsengi og þrýstingur þar eykst er líka möguleiki á að kraftur eldgossins aukist aftur, líkt og gerðist í Fagradalsfjalli 2021. Ef eldgosið stöðvast á næstunni er líklegast að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi og svipuð atburðarás, eins og sést hefur síðustu mánuði, muni endurtaka sig,“ segir í frétt Veðurstofunnar. Þá segir að skjálftavirkni við kvikugang við Grindavík sé áfram mjög lítil en sé helst á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells en einnig aðeins í vestanverðri Grindavík. Við Fagradalsfjall sé viðvarandi smáskjálftavirkni á um sex til sjö kílómetra dýpi. Hættumatskort sem var uppfært í dag. Mynd/Veðurstofan Í frétt Veðurstofunnar segir að hættumat hafi verið uppfært og gildi til 16. apríl, að öllu óbreyttu. Engar breytingar voru gerðar á hættumatinu og er enn talin hætta af völdum gasmengunar metin mikil á öllum svæðum nema Sundhnúksgígaröðinni (svæði 3) þar sem hún er metin mjög mikil. Hætta á svæði 4 (Grindavík) og svæði 6 eru áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungu, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar. Gasmengun til vesturs og norðvesturs Á morgun er austan og suðaustanátt og berst þá gasmengunin til vesturs og norðvesturs frá gosstöðvunum. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með loftgæðum í kringum eldgosið í byggð á Reykjanesskaga. Dregið hefur jafnt og þétt úr krafi eldgossins síðustu daga. Það sýna niðurstöður mælinga sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands sem fóru í mælingaflug yfir hraunbreiðuna í gær. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar segir að meðalhraunflæði frá gígunum á milli 3. og 8. apríl sé metið 3,6 ± 0,7 m3/s. Byggt á gögnum sem Verkfræðistofan Efla safnaði þann 3. apríl í drónaflugi var meðalhraunflæðið metið 6,6 ± 0,3 m3/s frá 27. mars til 3. apríl. Flatarmál hraunbreiðunnar er orðið 6,14 km2 og rúmmál 31,3 milljón m3. Á kortinu má sjá útbreiðslu og þykkt þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Mynd/Veðurstofan Undanfarna daga hefur hraun runnið að mestu til suðurs frá gígnum en tímabundið rann það skammt til norðurs á sunnudagskvöld í kjölfar þess að gígbarmurinn brast. Hraunið hefur þykknað mest nærri gígnum og skammt sunnan þeirra þar sem mest virkni er í hraunbreiðunni. Engin greinileg merki eru um framrás hrauns við varnargarða norðan Grindavíkur, Suðurstrandarveg eða Melhólsnámu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira