Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Keyra út nýja flokkunartunnu í Flóahreppi

Félagar í Ungmennafélaginu Þjótanda í Flóahreppi hafa haft nóg að gera um helgina við að fara með nýjar sorptunnur á heimili í sveitarfélaginu en frá og með næstu áramótum tekur við nýtt flokkunarkerfi um allt land við heimili fólks í fjórum tunnum samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs.

Karlakór Akureyrar Geysir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag

Það stendur mikið til í Hofi á Akureyri í dag því þar verður Karlakór Akureyrar með stórtónleika í tilefni af 100 ára afmæli kórsins. 42 karlar syngja með kórnum, sá yngsti 16 ára og sá elsti er að verða áttræður.

Vann til alþjóðlegra verðlauna í píanóleik

Þrátt fyrir að Borgfirðingurinn Anna Þórhildur Gunnarsdóttir sé ekki nema tuttugu og fjögurra ára gömul þá var hún að vinna til alþjóðlegra píanóverðlauna en hún var að ljúka þriggja ára meistaranámi í Hollandi. Nú stefnir hún á doktorsnám.

Barnajólaópera sýnd í skólum á Norður­landi

Nú þegar styttist óðum í aðventuna þá er sviðslistahópurinn „Hnoðri í norðri“ að æfa nýja barna jólaóperu fyrir öll 6-10 ára börn í grunnskólum á Norðurlandi, sem verður sýnd á aðventunni.

Rafíþróttir vinsælar i Grundarfirði

Rafíþróttir njóta mikilla vinsælda hjá krökkum í Grundarfirði þar sem einblínt er á holl og góð samskipti og heilbrigða tölvuhegðun.

Dósum stolið fyrir milljón frá Hjálparsveitinni Tintron

Mikið svekkelsi er á meðan björgunarsveitarmanna í Hjálparsveitinni Tintron í Grímsnes- og Grafningshreppi því það er ítrekað verið að stela dósum úr dósagámum sveitarinnar, sem staðsettir eru á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu.

Ungmennaþing á Vestfjörðum í fyrsta sinn um helgina

Um fjörutíu ungmenni af öllum Vestfjörðum eru nú saman komin á Laugarhóli í Bjarnarfirði þar sem fyrsta ungmennaþing Vestfjarða fer fram. Mörg málefni eru á dagskrá, eins og um skólamál, einelti, umhverfismál og alþjóðamál.

Sjá meira