

Fréttamaður
Magnús Jochum Pálsson
Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Nýjustu greinar eftir höfund

Stefnuræðu frestað til mánudags
Stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra hefur verið frestað til mánudagsins 10. febrúar og hefjast regluleg þingstörf degi síðar. Ræðuna átti að halda í gærkvöldi en var frestað vegna rauðrar viðvörunar og hættustigs.

Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind
Hagkaup opnuðu í gær Build-A-Bear-bangsaverksmiðju í verslun sinni í Smáralind. Fjöldi fólks lagði leið sína í bangsaverksmiðjuna og myndaðist löng röð fyrir opnunina.

Hættir sem formaður Siðmenntar
Inga Auðbjörg Straumland hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Siðmenntar. Hún hefur gegnt formennsku í félaginu síðustu sex ár.

„Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“
Páll Óskar Hjálmtýsson poppstjarna lýsir ástandi sínu eftir þrefalt kjálkabrot í nýju myndbandi. Hann ætlar ekki í fýlu, benda á sökudólga eða horfa í baksýnisspegilinn. Hann verði kominn á svið aftur áður en fólk veit af.

Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg
Kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hlaut í gær aðalverðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem besta norræna mynd ársins.

Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi
Hagræðingartillögur í ríkisrestri, hávaxtakrónan íslenska, áhugi Bandaríkjamanna á Grænlandi og fjárstyrkir til stjórnmálaflokka verða til umræðu hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi sem hefst klukkan 10 í dag.

Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni
Lögregla var með ölvunarpóst á Bústaðarvegi og voru þrír ökumenn handteknir þar grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Einn reyndi að flýja af vettvangi og ók á móti umferð en var stöðvaður eftir stutta eftirför.

Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt háa tolla á þrjú stærstu viðskiptalönd Bandaríkjanna, Kína, Mexíkó og Kanada. Þeim tollum verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust og eru Kanada og Mexíkó farin að undirbúa eigin tolla á Bandaríkin.

Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar
Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem senda Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks.

Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út
Kjaraviðræður milli kennara og ríkis og sveitarfélaga eru á viðkvæmu stigi. Kennarar höfðu til klukkan 13 í dag til að taka afstöðu til innanhústillögu ríkissáttasemjara en sú afstaða liggur ekki enn fyrir. Fréttamönnum var vísað út úr Karphúsinu um tvöleytið.