Fundu fyrir skjálftanum á Akureyri og Ólafsfirði Jarðskjálfti að stærð 3,8 mældist rúmlega níu kílómetrum austan við Grímsey klukkan 19:22 í kvöld. Skjálftinn fannst víða á Norðurlandi og hefur nokkur eftirskjálftavirkni fylgt honum. 23.5.2023 19:54
„Þetta er óvanalegt en þetta er Ísland“ Flugumferð fór úr skorðum í dag vegna hvassviðris en gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu. Öllu innanlandsflugi var aflýst og þrettán brottförum frá Keflavík. Ekki var hægt að nota landganga á Keflavíkurflugvelli vegna vindhraða og þeim flugferðum sem ekki var aflýst var frestað fram á kvöld. 23.5.2023 19:30
„Í rauninni bara sagt: Gjörið svo vel, reddið þessu“ Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að illa hafi gengið að greina mælanlegan árangur í verkefni ríkisins um styttingu vinnuvikunnar. Margir þættir séu óljósir og undirbúningstíminn hafi verið knappur. Í raun hafi verkefninu verið komið í hendur annarra og þeim sagt að „redda þessu.“ 23.5.2023 18:48
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þörf er á efnagreiningu á vímuefnum hér á landi svo hægt sé að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Þetta segir sérfræðingur í skaðaminnkun. Lítið sé vitað um innihald þeirra efna sem eru í umferð hér á landi. 23.5.2023 18:10
Sagði já og fékk 350 milljóna króna hring Jeff Bezos, stofnandi Amazon og einn ríkasti maður heims, bað fjölmiðlakonuna Lauren Sánchez um að giftast sér á dögunum. Hún sagði já og fékk við það hring sem sagður er kosta tvær og hálfa milljónir dollara. Það samsvarar um 350 milljónum í íslenskum krónum. 22.5.2023 23:29
Sjálfstæðisflokkurinn sé skíthræddur við Kristrúnu Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, segir að Sjálfstæðisflokkurinn óttist Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar. Að hans sögn endurspeglast það í skrifum aðstoðarmanns dómsmálaráðherra um viðtal við formanninn. 22.5.2023 22:52
Gísli Marteinn segir fólk hafa fullan rétt á að hrauna yfir sig Fannar Sveinsson ræðir við sjónvarpsmanninn Gísla Martein Baldursson í nýjasta þætti Framkomu sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Meðal annars er Gísla spurður út í þá gagnrýni sem hann fær á netinu og hvort hann taki hana inn á sig. 22.5.2023 21:40
Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. 22.5.2023 20:03
Amma kölluð út í morgun vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust af fullum þunga í morgun í níu sveitarfélögum. Samband íslenskra sveitarfélaga og BSRB funduðu hjá ríkissáttasemjara síðdegis en enn er langt í land. Amma var kölluð út í morgun vegna verkfalla í leikskólanum hjá einu barnabarninu. 22.5.2023 18:49
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verkföll BSRB hófust af fullum þunga í morgun í níu sveitarfélögum. Samband íslenskra sveitarfélaga og BSRB funduðu hjá ríkissáttasemjara síðdegis en enn er langt í land. 22.5.2023 18:11