Klippari

Máni Snær Þorláksson

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir að Ís­lendingar elski að vera naktir í náttúrunni

Bandaríski leikarinn Rainn Wilson var gestur Jimmy Fallon í The Tonight Show í gær. Þar ræddi hann meðal annars um ferð sína hingað til lands í tengslum við gerð nýrra sjónvarpsþátta. Hann sagði meðal annars að Íslendingar væru í miklum tengslum við náttúruna og að þeir elski að vera naktir í henni.

Barn Radcliffe og Darke komið í heiminn

Barn enska leikarans Daniel Radcliffe og bandarísku leikkonunnar Erin Darke er komið í heiminn. Greint var frá því fyrir um mánuði síðan að þau ættu von á barni. Þau hafa verið saman í um tíu ár eða síðan þau kynntust við gerð kvikmyndarinnar Kill Your Darlings árið 2013.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Einn maður lést og tveir slösuðust þegar eldur kom upp í Grímsnesi GK í Njarðvíkurhöfn í nótt. Ljóst er að litlu mátti muna að fleiri færust í brunanum sem var mjög erfiður viðureignar. Báturinn er mikið skemmdur.

Sagðir hafa ráðið sama lögmanninn

Fjölmiðlamennirnir Tucker Carlson og Don Lemon eiga það sameiginlegt að hafa báðir misst vinnuna í gær. Carlson hætti hjá Fox News og Lemon var rekinn frá CNN. Það er þó ekki það eina sem þeir eiga sameiginlegt því þeir eru sagðir hafa báðir ráðið sama stjörnulögmanninn til að hjálpa sér vegna starfslokanna.

Vopnahlé í Súdan

Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma.

Munu boða til at­kvæða­greiðslu um úr­sögn úr SGS

Það var einróma niðurstaða á félagsfundi Eflingar að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Formaður Eflingar segir fjármunum félagsins betur varið en í greiðslur til SGS.

„Þetta er mesti skaði allra þjóðfélaga“

Bubbi Morthens vakti töluverða athygli um helgina er hann sagðist hafa sungið í ellefu jarðarförum á þessu ári hjá fólki sem féll frá vegna fíknisjúkdóms. Hann segir gott að þessi orð hans hafi vakið athygli því samfélagið þurfi að vera meðvitað og takast á við vandamálið. Það skaði þjóðfélög þegar fólki er skipt upp á móti hvoru öðru.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjölskylda pólska mannsins sem lést eftir stunguárás fyrir helgi er í áfalli að sögn sendiherra Póllands. Pólska samfélagið á Íslandi óraði ekki fyrir því að slík grimmdarverk gætu verið framin á hinu örugga og hægláta Íslandi. Þrír af fjórum sakborningum eru nú vistaðir á Stuðlum sökum aldurs.

Sjá meira