Telur að viðskiptahagsmunir hafi vegið þyngra en lýðheilsa þjóðarinnar Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, kveðst afar vonsvikin vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að klukkan á Íslandi verði óbreytt. Ákvörðunin sé tekin þvert á vilja meirihluta landsmanna og þvert á vilja meirihluta þeirra sem skiluðu umsögnum um málið. 1.9.2020 14:35
Hertari sóttvarnarráðstafanir þýði röskun á skólastarfi Ekki stendur til að herða sóttvarnarráðstafanir í grunnskólum borgarinnar þrátt fyrir ákall frá Félagi grunnskóla að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Hertar aðgerðir þýði röskun á skólastarfi. 28.8.2020 13:43
Telja of mikla bjartsýni ríkja í Svörtuloftum Samtök atvinnulífsins telja að spá Seðlabankans sé of bjartsýn. Seðlabankinn gerir ráð fyrir sjö prósenta samdrætti í landsframleiðslu í ár og tíu prósenta atvinnuleysi í lok árs. 27.8.2020 17:53
Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Þingmaður Samfylkingarinnar vill hækka atvinnuleysisbætur á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. Það sé mikill munur á atvinnuleysi í góðæri og atvinnuleysi í kreppu. 27.8.2020 13:40
Ellefu sendir heim úr Melaskóla vegna gruns um smit Ellefu starfsmenn Melaskóla voru í dag sendir heim vegna gruns um kórónuveirusmit en maki eins starfsmanns í Melaskóla greindist með veiruna. 26.8.2020 16:52
Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. 26.8.2020 14:53
Segir vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði og undirbúa málsókn Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. 25.8.2020 13:24
Greindist aftur með kórónuveiruna Vísindamenn frá háskólanum í Hong Kong greina frá því í yfirlýsingu að maður á fertugsaldri hafi sýkst af kórónuveirunni í annað sinn. Fjórir og hálfur mánuður á leið á milli sýkinganna. 24.8.2020 17:02
Mikilvægast að halda skólastarfi gangandi Hátt í 47.000 grunnskólabörn hófu nýtt skólaár í morgun en við óvenjulegar aðstæður. Skólasetningin í ár litast mjög af faraldrinum sem geisar og áskorunum tengdar honum. Starfsfólk tveggja borgarrekinna grunnskóla og eins sjálfstæðs rekins grunnskóla þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. 24.8.2020 14:27
Uppfæra þurfi reglugerðir til að lög um kynrænt sjálfræði verði meira en „bara punt á blaði“ Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur verið gert að setja aftur upp salernismerkingar sem aðgreinir konur og karla á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni, að minnsta kosti þar til félagsmálaráðuneytið hefur ákvarðað hvort ákvörðun Vinnueftirlitsins standist ný lög um kynrænt sjálfræði. 21.8.2020 12:48