Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. 1.8.2023 06:46
Sögð hafa látið illa á Love Island settinu Keppendur í núverandi seríu af Love Island eru sagðir hafa látið afar illa á setti seríunnar í ár og meðal annars stolið áfengi. 31.7.2023 16:46
„Ef það eru ekki mávar þá er það seðlabankastjóri“ Fuglafræðingur segir aukinn ágang máva á höfuðborgarsvæðinu og kvartanir vegna þeirra vera árlegan viðburð. Ungar séu að komast á legg og þeir stundi gjarnan áhættusamari hegðun en eldri mávar. Hann segir máva eiga erfitt uppdráttar, líkt og aðra sjófugla, þeir þurfi á sínu plássi og gjarnan verða fyrir barðinu á því sem hann kallar tegundarasisma. 31.7.2023 14:37
Hvetur stjórnvöld til að lengja endurgreiðslutíma Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að lengja endurgreiðslutíma á stuðningslánum til fyrirtækja sem urðu fyrir tekjufalli í heimsfaraldrinum. Þetta kemur fram í tilkynningu. 31.7.2023 12:39
Landsréttur fellst á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Landsréttur telur Jón Arnar Baldurs vanhæfan til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Rétturinn fellst því á kröfu Björgólfs Thors sem krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. 31.7.2023 11:47
Snjallverslunin Nær lokað rúmlega ári eftir opnun Fyrsta alsjálfvirka hverfisverslun landsins, Nær, mun loka dyrum sínum í ágúst. Rúmt ár er síðan verslunin opnaði í Urriðaholti í Garðabæ. 31.7.2023 10:47
„Bless X“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er hættur á samfélagsmiðlinum X, sem bar nafnið Twitter þar til nýlega. Hann segir að sér hafi ekki hugnast áform milljónamæringsins Elon Musk með miðilinn. 31.7.2023 10:35
Fólk verði að setja upp „innbrotsgleraugun“ Öryggis- og löggæslufræðingur segir að mikilvægt að fólk gangi hringinn í kringum heimili sín og setji upp „innbrotsgleraugun“ vegna þeirrar innbrotahrinu sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið. 29.7.2023 07:01
Spara eigi stóru orðin gagnvart fólki í allsnægtarfréttum Siðfræðingur segir að varla sé hægt að tala um aukna efnishyggju sem staðreynd í íslensku samfélagi. Fjölmiðlar skapi ákveðið gildismat með fréttaflutningi sínum. Mikilvægt sé að passa sig á að ganga ekki of harkalega með siðavöndinn og hneykslast. Hið versta sem gæti gerst sé að óbrúanleg gjá myndist milli fólks með ólíkt gildismat. 28.7.2023 16:00
Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn Maðurinn sem lögreglan lýsti eftir í dag er fundinn. Hann er heill á húfi. 28.7.2023 14:53
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent